Fréttir

Jólamót Vestfjarða í krakkablaki

Blak | 08.12.2008 Jólamót Vestfjarða í krakkablaki verður haldið á Þingeyri laugardaginn 13. desember.  Farið verður frá Suðureyri og Ísafirði á einkabílum og eru foreldrar krakka á Ísafirði hvattir til að vera í sambandi við þjálfara varðandi það hverjir ætla á bílum og hverjir þurfa að fá far.  Farið verður frá íþróttahúsinu í Torfnesi kl. 10.  Foreldrar barna á Suðureyri eru beðnir um að tala sig saman.   Mótið stendur frá klukkan 11 til klukkan 13.  Mótsgjaldið er kr. 500 á barn, og innifalið í því er hressing eftir mótið.  Þeir sem vilja geta tekið með sér sundföt og dýft sér í laugina á eftir.   Á mótinu verða krakkar frá Þingeyri, Suðureyri og Ísafirði.  Sum eru búin að æfa blak í eitt og hálft ár, en önnur byrjuðu í haust.  Liðin spila blak á mismunandi stigum en á mótinu verður spilað 1. stig, 2. stig, 3. stig og etv 4. stig.  Hver iðkandi verður í liði sem spilar stig við hans hæfi og því eru í sumum tilfellum leikmenn á ýmsum aldri saman í liði.   Við hvetjum þá foreldra sem tök hafa á til að koma og fylgjast með sínum börnum. Þau hafa verið mjög áhugasöm í vetur og öllum fer hratt fram. 
Bestu kveðjur,   Þjálfarar. Deila