Fréttir

Kjartan Óli og Birta Rós spiluðu með ungmennalandsliðum í blaki

Blak | 03.11.2016
Kjartan með eitt af sínum föstu smössum
Kjartan með eitt af sínum föstu smössum
1 af 2

Í síðustu viku voru þrjú ungmennalandslið frá Íslandi að spila á mótum erlendis.  U19 lið pilta og stúlkna spiluðu á NEVZA mótinu í Kettering á Englandi og átti Vestri fulltrúa í piltaliðinu, Kjartan Óla Kristinsson sem stóð sig vel og lék mikilvægt hlutverk.  Strákarnir enduðu í 5. sæti í mótinu eftir sigurleik við Færeyjar.  Stúlkurnar í U19 gerðu sér lítið fyrir og unnu bronsleik við Svíþjóð. Íslenskur leikmaður, Elísabet Einarsdóttir, var valin besti leikmaður mótsins (MVP).

Það má geta þess að Kjartan var einnig í U17 landsliði Íslands sem keppti á NEVZA móti í Danmörku fyrir stuttu síðan og þar voru einnig þau Birkir Eydal og Auður Líf Benediktsdóttir úr Vestra.

U18 landslið stúlkna keppti á sama tíma í undankeppni EM í Svíþjóð. Þar má segja að Vestri hafi líka átt sinn fulltrúa en Birta Rós Þrastardóttir spilaði með liðinu. Birta flutti til Reykjavíkur í haust og æfir nú með blakstórveldinu HK. U18 liðið tapaði sínum leikjum á móti sterkum andstæðingum á mótinu, Svíþjóð, Georgíu og Kosovo.

Deila