Fréttir

Krakkablak - æfingar og Íslandsmót

Blak | 23.03.2011 Æfingar hjá 4. og 5. flokki falla niður á föstudaginn vegna ferðar meistaraflokks kvenna á 3. deildar mót. Í staðinn verður samæfing á Suðureyri á fimmtudaginn kl. 16-18. Farið verður með rútunni kl. 15 frá Ísafirði og komið aftur með rútu kl. 19. Jamie fer með krökkunum í rútuna - og er ætlunin að hittast í strætóskýlinu við Stjórnsýsluhúsið. Allir þeir sem eru að fara á Íslandsmót ættu að mæta og allir hinir eru velkomnir líka. Það væri gott fyrir börnin að taka með smá nesti og sundföt.

Æfingin hjá 7. flokki (1.-4. bekk) verður eins og venjulega kl. 13 á föstudaginn.

Íslandsmótið fyrir 4. og 5. flokk verður helgina 1.-3. apríl. Upplýsingar eru undir tenglinum krakkablak hér til hliðar. Deila