Fréttir

Krakkablak, síðasta æfingin í dag

Blak | 10.05.2010 Síðasta æfingin á þessari önn verður í dag, mánudaginn 10. maí.  Í næstu viku verður slútt og er stefnt á að hafa það á strandblakvellinum á Þingeyri. Það er komin ágætis hefð fyrir því og krakkarnir eru mjög spenntir. Við reiknum með að fara með einkabílum, spila svolítið strandblak, grilla og fara jafnvel í sund. Við ætlum aðeins að sjá veðurspána áður en endanleg dagsetning verður ákveðin.
kveðja, þjálfarar Deila