Fimmtudaginn 22. maí verður krakkablakinu slúttað. Fjörið verður á milli kl. 16 og 18 á strandblakvöllunum á Þingeyri ef veður leyfir. Spilað verður krakkastrandblak og grillaðar pylsur. Krakkarnir eru beðnir um að koma með kr. 500 og vera í krakkablakbolunum sem þeir fengu í vor -en allir þurfa líka að vera klæddir eftir veðri.
Brottför frá Ísafirði verður kl. 15:10 frá íþróttahúsinu við Austurveg. Þeir foreldrar sem hafa áhuga á að koma með á bíl vinsamlega látið þjálfara vita
Deila