Fréttir

Kynningartími í blaki fyrir fullorðna

Blak | 13.05.2008

Margir þeirra sem voru að vinna í kringum öldungamótið í blaki eða kíktu á mótið hafa lýst yfir miklum áhuga á að prófa að mæta á blakæfingar. Nú gefst tækifæri til þess að standa við stóru orðin því Blakfélagið Skellur mun hafa nokkra kynningartíma í blaki í maí.
Fyrsti tíminn verður í íþróttahúsinu Torfnesi kl. 19:40 í kvöld. Allir eru hjartanlega velkomnir, hvort sem þeir hafa prófað blak áður eða ekki. Farið verður yfir grunntækni í blaki, en mestur tími mun fara í létt spil og skemmtilegheit.

 

Deila