Fréttir

Lokamót blaktímabilsins 22-23

Blak | 31.05.2023
U16 kk lið Vestra
U16 kk lið Vestra
1 af 3

Helgina 19 til 21 maí var haldið síðasta mót tímabilsins í blaki, þegar Vestri hélt yngriflokkamót fyrir U14 og U16 stráka og U16 stúlkur.

Þetta var með stærstu blakmótum sem haldin hafa verið hér vestra, en alls tóku 22 lið þátt í mótinu og spilaðir voru 58 leikir frá því um kl sex á föstudegi fram til kl þrjú á sunnudegi.  Flest liðin voru i U16 KVK, en þar tóku 13 lið þátt og spilað var í fjórum riðlum.  Í U16 KK spiluðu 5 lið og í U14 KK spiluðu 4 lið, en Vestri átti lið í þessum tveimur síðastnefndu flokkunum.

Oddur Sigurðarson hjá Vettvangi Íþrótta, hélt utan um leikjaskipulagið ásamt útreikning stiga og viljum við þakka honum fyrir gott samstarf.

Mikið var um hörku leiki og hörð abrátta um verðlaunasætin, en úrslit mótsins eru eftirfarandi.

U14 strákar,

  1. sæti HK  (Íslandsmeistarar)
  2. sæti Völsungur
  3. sæti Þróttur Nes / KA

 U16 stúlkur

  1. sæti Þróttur Nes (Íslandsmeistarar)
  2. sæti KA-A
  3. sæti HK-A

 U16 strákar

  1. sæti KA/Völsungur (Íslandsmeistarar)
  2. sæti Þróttur Nes
  3. sæti HK 

Mótið var hið skemmtilegasta í alla staði og framtíðin sannarlega björt í blakinu miðað við það sem sást á þessu móti.

Takk fyrir komuna :)

Ljósm. Berglind Ósk Aðalsteinsdóttir

 

 
Deila