Fréttir

Mikið um að vera í blakinu

Blak | 31.10.2017

Það er óhætt að segja að mikið hafi verið um að vera hjá blökurum í Vestra að undanförnu.  Auður Líf og Hafsteinn voru fulltrúar Vestra í U17 liðunum í NEVZA mótinu sem haldið var í Danmörku  16. -20. október. Kjartan Óli var með U19 liði Íslands á NEVZA móti á Englandi í síðustu viku. 

Um helgina var Íslandsmót í blaki hjá 3. og 4. flokki sem haldið var á Húsavík. Vestra krakkar létu sig ekki vanta þar og sendu tvö lið til leiks, sem voru blönduð leikmönnum úr öðrum liðum. Bæði liðin enduðu í 3. sæti í sínum deildum. 2. flokkur kvenna notaði tækifærið og ferðaðist líka til Húsavíkur og spilaði þar einn leik við Völsung og tvo við Þrótt Neskaupstað. Vestrastelpur unnu Völsung, en töpuðu fyrir Þrótti Nes í hörkuleikjum. 

Deila