Fréttir

Mjög góð þátttaka í kvennahlaupinu

Blak | 07.06.2008

Mjög góð þátttaka var í Kvennahlaupi ÍSÍ sem haldið var á Ísafirði í dag. Í ár tóku 355 konur þátt í blíðskaparveðri og er þetta mikil aukning frá síðasta ári, þegar þátttakendur voru um 270 talsins. Elsti keppandinn sem skráði sig til leiks í ár er 104 ára gömul, Torfhildur Torfadóttir. Að vanda var skipulagning hlaupsins í höndum Blakfélagsins Skells, en þetta var í 19. sinn sem Kvennahlaupið fer fram á Ísafirði. Hægt er að skoða myndir frá hlaupinu á myndasíðu félagsins, en myndirnar voru teknar af félagsmanni og Sigurjóni J. Sigurðssyni hjá H-Prent og kunnum við honum bestu þakkir fyrir afnotin af myndunum.

 

Deila