Fréttir

Neðrideildarmót í blaki

Blak | 15.11.2022
Vestri kvk
Vestri kvk
1 af 6

Helgina 12-13 nóvember sl voru haldin fyrstu mótin af þremur helgartúnneringum, í neðrideildum íslandsmótsin í blaki.  Neðri deildir eru allar deildir fyrir neðan 1 deild.

Spilað var á 4 stöðum á landinu, í tveimur karladeildum og fimm kvennadeildum, alls 222 leikir og 78 lið.

Kvennalið Vestra spilaði á 4ju deildar móti í Laugardalshöll, sem Þróttur Reykjavík hélt utan um.  En hér á Ísafirði hélt Blakdeild Vestra mót fyrir 3ju deild karla þar sem 11 lið öttu kappi.  Á mótinu hér áttum við í Vestra lið, skipað að mestu strákum á aldrinum 14-16 ára.  En annars er oft mjög skemmtileg blanda af leikmönnum á þessum neðrideildarmótum.  Á mótinu hérna um helgina var yngsti leikmaðurinn 12 ára og sá elsti 73 ára.

Skemmst er frá því að segja að bæði lið Vestra komu út úr þessari helgi ósigruð.  Unnu alla sína leiki, strákarnir sína 4 leiki 2-0 og kvennaliðið vann 3 leiki 2-0 og aðra 2 leiki 2-1.  Við Vestrafólk getum því ekki annað en verið nokkuð sátt við útkomu helgarinnar.

Að loknu svona móti má alveg hrósa allnokkrum aðilum án þess að listinn verði endilega tæmandi.  Það er alveg ástæða til að þakka starfsfólki íþróttahúsins á Torfnesi fyrir góða helgi og aðstoðina, en mjög mikið var um að vera í húsinu þessa helgi, en auk blakmótsins fóru fram tveir körfuboltaleikir og einn handboltaleikur.  Þá er einnig ástæða til að hrósa öllum liðunum fyrir góða frammistöðu bæði innan vallar sem utan og sérstaklega við stigaritun sem gekk svotil hnökralaust fyrir sig.  Og allir þeir félagsmenn sem lögðu hönd á plóg við að láta alla þætti mótsins ganga upp, kærar þakkir.

Deila