Fréttir

Nýr aðalþjálfari í vetur

Blak | 25.08.2010

Þar sem aðalþjálfari félagsins síðustu sex ár, Harpa Grímsdóttir óskaði eftir leyfi frá störfum í vetur hefur félagið gengið frá ráðningu á nýjum aðalþjálfara fyrir veturinn,  það er Jamie Landry frá Bandaríkjunum.  Félagið þakkar Hörpu fyrir frábært starf sem þjálfari þessi ár.  

 Jamie Landry hefur búið á Ísafirði í eitt ár, hún æfði blak með meistaraflokknum síðasta vetur og þjálfaði yngri flokka félagsins í afleysingum.  Jamie er mjög reyndur blakari og  dugleg með krakkana.

Jamie mun verða spilandi þjálfari eins og Harpa var,  Harpa  mun að sjálfsögðu halda áfram að æfa blak og keppa fyrir félagið og jafnframt munu hún og Sólveig vera Jamie innan handar með fyrstu æfingarnar hjá krökkunum og eins munu þær leysa hana af eftir þörfum.

Þorgerður Karlsdóttir mun áfram þjálfa yngri flokkana á Suðureyri.

Deila