Fréttir

Öldungamót 2008

Blak | 20.10.2008

Kveðjuorð frá Blakfélaginu Skelli.

Hingað komu langa leið
lið úr mörgum áttum.
Kvenna jafnt sem karla beið
kapp með fullum sáttum.

Frómar þakkir færum við
fyrir þessa daga.
Blakinu þið lögðuð lið.
Svo lifir þessi saga.

Ykkur fylgir óskin sú
að eflist þrek og kraftur.
Okkar von og einlæg trú
að öll við hittumst aftur.

Ó.Þ.

8.5.2008


Í blíðskaparveðri fljúga síðustu liðin á braut.


Það eina sem skyggði á annars vel heppnað mót og frábæra helgi var að ekki tókst að koma öllum keppendum til sins heima á tilsettum tíma. Flugfélagið aflýsti fjórum ferðum til Akureyrar og Egilsstaða og einni til Reykjavíkur. Þótt ræst hafi úr gistingu og í sjálfu sér ekki væst um keppendur þessa aukanótt þá er það alltaf leiðinlegt að komast ekki heim. En í staðinn fá þau eitt það besta flugveður sem hægt er að hugsa sér.

Við viljum þakka öllum keppendum og öðrum mótsgestum kærlega fyrir komuna og sjáumst hress á Egilsstöðum og Seyðisfirði að ári (ef ekki fyrr)

Töluvert er af óskilamunum eftir mótið og þeir sem sakna einhvers eru beðnir um að hringja í íþróttahúsið á Ísafirði í síma: 450 8485

5.5.2008

 

Til hamingju Huginn og Höttur


Beðið var með mikilli eftirvæntingu eftir því að öldungur þessa móts opnaði umslagið frá öldungaráði.
Stemningin var lík og á óskarsverðlaunahátíð. Tilnefnd voru 3 félög, Afturelding, Huginn-Höttur og Þróttur Reykjavík. Upp úr umslaginu kom svo svarið: Það verða Huginn og Höttur sem munu halda næsta öldungamót að ári á Seyðisfirði og Egilsstöðum.
Innilega til hamingju

4.5.2008


Íslenska landsliðið og Tromsö Volley eru nýlent á Ísafirði.


Bæði liðin byrja á kynnisferð um bæinn.

Lokaspretturinn er hafinn á öldungamótinu og um kl 13 hefst úrslitaleikurinn í 1. deild karla. Þar hefur verið spilað frábært blak og eru allir hvattir til að mæta. Á sama tíma verður lokaleikurinn í 1. deild kvenna og því verður hægt að fylgjast með tveimur góðum leikjum á sama tíma.

Þegar þessum leikjum lýkur hefst leikur íslenska kvennalandsliðsins og norska deildarliðsins Tromsö Volley. Reiknað er með því að það verði rétt rúmlega tvö.

 

Úrslitaleikurinn í 1. deild karla og leikur landsliðsins og Tromsö Volley verða sýndir beint á netinu á heimasíðu KFÍ:

http://www.kfi.is/ibeinni/#

3.5.2008

 

Myndir frá fyrsta degi mótsins !!

Myndir frá fyrsta degi mótsins hafa nú verið settar inn á vefinn undir "Myndaalbúm" hér fyrir ofan.

2.05.08


Sætaferðir

Undir tenglinum „sætaferðir" er komin ný áætlun fyrir þau lið sem hafa pantað og greitt fyrir ferðir milli keppnisstaða.

30.4.2008


Uppselt á Lokahófið


Þá er það orðið nokkuð ljóst að það er uppselt á lokahófið :)
Við erum búin að selja 600 miða á hófið og gerum við ráð fyrir því að það verði feikna stuð á mannskapnum.
Nú er farið að styttast verulega í mótið og allir orðnir voða spenntir að fá blakara landsins vestur.
Einnig vonum við að allir séu klárir með sitt þema og þetta verði hin besta skemmtun hjá öllum.
Stuðkveðjur frá Skemmtinefnd :)

29.4.2008


Afþreying.

Kæru blakarar,

Nú fer að styttast verulega í blakmótið og væntanlega hafa flestir hugann við blakleiki og setja markið hátt í þeim efnum. En það verður líka tími á milli leikja og þá gæti verið tilvalið að skoða sig um og nýta þá afþreyingarmöguleika sem eru í boði á svæðinu. Við vitum að margir eru að koma í fyrsta sinn til Vestfjarða.

Ferðaskrifstofan Vesturferðir ætlar að vera með skipulagðar ferðir meðan á blakmóti stendur, m.a. bátsferð í Vigur og margt annað er hægt að gera sér til dundurs. Við höfum útbúið tengilinn "afþreying" hér til hliðar og þar eru ýmsar upplýsingar um hvað er í boði og hvetjum við blakara til að skoða þá síðu.

26.04.2008


Orðsending frá yfirdómara mótsins.

Yfirdómari mótsins hefur sent frá sér orðsendingu sem við viljum biðja keppendur að kynna sér vel, þið getið skoðað hana í heild sinni undir tenglinum hér hægra megin á síðunni eða með því að smella hér. Orðsendingin mun síðan fylgja með í mótsgögnum til keppenda, sem afhent verða á miðvikudaginn 30.apríl milli kl.18-22 í íþróttahúsinu á Ísafirði.

25.04.2008


Fossavatnsgangan.

Fossavatnsgangan fer fram á Ísafirði sömu helgi og öldungamótið verður.Alltaf hefur verið mjög mikil stemmning í kringum þá skíðagöngu og koma fjölmargir keppendur frá öllum landshornum og heimshornum.
Um helgina höfðu 170 manns skráð sig í gönguna, en reynslan sýnir að keppendur verða mun fleiri þar sem margir skrá sig seint.
Meðal þess sem boðið er upp á er 7 km létt skemmtiganga sem hentar öllum, líka þeim sem eru óvanir.
Við viljum hvetja keppendur á öldungamótinu til þess að kíkja á Fossavatnsgönguna ef þeir hafa tækifæri til. Þeir sem eiga örlitla orku afgangs og eru ekki að keppa í blaki milli 10:30 og 12:00 á laugardeginum ættu að skella sér í a.m.k. skemmtigönguna, en við vitum af þó nokkrum blökurum sem ætla sér lengri vegalengd en það. Öðrum er hægt að benda á að koma í markið á Seljalandsdal, en það er mjög gaman að fylgjast með þeim bestu koma í mark úr 20 og 50 km milli kl. 12 og 13:30. Eftir það fara menn að sjálfsögðu beint á síðustu leikina í 1. deildunum og lokaleik mótsins.

Frekari upplýsingar um gönguna er að finna undir tenglinum "Fossavatnsgangan"

24.4.2008

Skráning leikmanna.

Vinsamlegast skráið nöfn leikmanna í liðin sem fyrst.
23.04.2008.

Nú eru síðustu forvöð að kaupa sér miða á lokahófið !!!

Við erum búin að selja um 550 miða á lokahófið, en vegna fjarlægðar við birgja þá getum við ekki selt miða á hófið til síðasta keppnisdags. Dagurinn í dag er síðasti dagur miðasölu fyrir lokahófið.

Miðinn kostar 5000kr. vinsamlegast leggið inn á reikning: 1128-15-200206. Kt.471204-3230. Munið að setja í skýringu fyrir hvaða lið er verið að greiða og sendið kvittun í tölvupósti á netfangið oldungur@blak.is

23.4.2008

 

Ný umsókn um næsta mót, þriðja umsóknin.

Ný umsókn hefur nú borist um næsta mót, hún er frá Þrótti Reykjavík, en þeir sækja um að halda næsta mót í Vestmannaeyjum. Umsóknina í heild sinni má skoða undir tenglinum næsta mót, umsóknir eða með því að smella hér.

23.04.2008

Sætaferðir og bílaleigubílar.

Kæru blakarar, við viljum minna ykkur á að frestur til að panta sætaferðir rennur út á morgun 22. apríl. Þeir sem hafa hug á að panta bílaleigubíla er bent á Fossavatnsgangan

Fossavatnsgangan fer fram á Ísafirði sömu helgi og öldungamótið verður.Alltaf hefur verið mjög mikil stemmning í kringum þá skíðagöngu og koma fjölmargir keppendur frá öllum landshornum og heimshornum.
Um helgina höfðu 170 manns skráð sig í gönguna, en reynslan sýnir að keppendur verða mun fleiri þar sem margir skrá sig seint.
Meðal þess sem boðið er upp á er 7 km létt skemmtiganga sem hentar öllum, líka þeim sem eru óvanir.
Við viljum hvetja keppendur á öldungamótinu til þess að kíkja á Fossavatnsgönguna ef þeir hafa tækifæri til. Þeir sem eiga örlitla orku afgangs og eru ekki að
keppa í blaki milli 10:30 og 12:00 á laugardeginum ættu að skella sér í a.m.k. skemmtigönguna, en við vitum af þó nokkrum blökurum sem ætla sér lengri vegalengd en það. Öðrum er hægt að benda á að koma í markið á
Seljalandsdal, en það er mjög gaman að fylgjast með þeim bestu koma í mark úr 20 og 50 km milli kl. 12 og 13:30. Eftir það fara menn að sjálfsögðu beint á síðustu leikina í 1. deildunum og lokaleik mótsins.
að hægt er að panta bíla hjá Hertz bílaleigu til 25.apríl, frekari upplýsingar eru undir tenglinum „samgöngur"

Ef það eru einhverjir sem vilja eingöngu nýta sér sætaferðir til og frá flugvelli þá er það ekkert vandamál, ferðir til og frá flugvelli á gististað keppenda kosta 5.000kr. á lið.

Við hliðrum svo til ferðum og breytum áætluninni í sætaferðirnar eftir þörfum liðanna sem panta og greiða fyrir kortin, þannig að öll lið geta gengið frá pöntun þó svo að áætlunin sem er inni á síðunni núna henti ekki. Við verðum svo í sambandi við liðin í lok vikunnar.

21.4.2008

 

S.O.S.

Vegna forfalla vantar C lið Fylkis einn til tvo leikmenn til að spila með þeim í 8. deild.

Áhugasamir vinsamlegast hafið samband við Ástu hjá Fylki á netfangið asta@landssamband.is


21.4.2008

 

Dagskrá 33.Öldungamóts BLÍ er nú tilbúin og hægt er að skoða hana í heild með því að smella hér


Bolungarvíkurkaupstaður og Ísafjarðarbær bjóða keppendum frítt í sund yfir mótsdagana.
Sundlaugarnar í Bolungarvík, á Flateyri og Suðureyri eru í sama húsi og keppnisvellirnir. Þar verður opið eftir að keppni lýkur svo allir blakarar geti nú mýkt upp vöðvana í heitu pottunum eftir erfiða leiki dagsins. Á Ísafirði er sundlaugin við Austurveg opin lengur en venjulega og er t.d. opið til kl.18 á laugardeginum svo allir geti nú örugglega náð úr sér þreytunni fyrir lokahófið J
20.4.2008

 

Mótslagið
Smass, yfir netið - Lag: Hey, baby (Dj Ötzi)
Textann samdi Ólína Þorvarðardóttir

Nú er bara að æfa sig, textann má skoða með því að smella hér

19.4.2008


Lokaleikur mótsins

 

Gengið hefur verið frá því við Blaksamband Íslands að lokaleikur Öldungamótsins verði æfingaleikur hjá íslenska kvennalandsliðinu og Tromsö Volley frá Noregi.

Leikurinn hefst kl.14 í íþróttahúsinu Torfnesi á Ísafirði og er í boði Flugfélags Íslands og Glitnis.

Á undan honum fer fram úrslitaleikur í 1.deild karla á Glitnisvellinum og lokaleikur 1.deildar kvenna á Kjörísvellinum.

17.4.2008


Orðsending frá Siglfirðingum.

Okkur hefur borist orðsending frá Siglfirðingum og höfum við sett hana undir tengil hér hægra megin á síðunni.

Miðar á lokahófið

 

Góð stemming er fyrir lokahófinu og er búið að panta hjá okkur rúmlega 500 miða. Vegna fjarlægðar við birgja þá getum við ekki selt miða á hófið til síðasta keppnisdags. Við þurfum að skila inn fjölda matargesta 23.apríl og þarf því að vera búið að greiða fyrir miðana þann dag. Miðinn kostar 5000kr. vinsamlegast leggið inn á reikning: 1128-15-200206. Kt.471204-3230. Munið að setja í skýringu fyrir hvaða lið er verið að greiða og sendið kvittun í tölvupósti á netfangið oldungur@blak.is

Við erum orðin voða spennt að fá ykkur vestur og vonumst til þess að allir skemmti sér vel og eigi ánægulegar stundir með okkur J J

 

Skemmtinefndin.

15.4.2008

 

Ágætu blakarar

Við höfum nú samið við rútufyrirtæki um sætaferðir á milli keppnisstaða yfir mótsdagana. Einnig verða í boði rútuferðir til og frá flugvelli í tengslum við flugin á miðvikudegi og sunnudegi. Boðið verður upp á rútupassa á kr.1950 fyrir manninn, sem gildir í rútuferðir alla dagana milli mótsstaða og til og frá flugvelli. Við vonum að blakarar séu sáttir við þetta. Ferðirnar eru niðurgreiddar, en við sjáum okkur því miður ekki fært að bjóða þær ókeypis þar sem kostnaður er mikill við að halda úti ferðum á milli fjögurra mismunandi staða.

Öldungamót BLÍ hefur góðu heilli stækkað mikið undanfarin ár og nú er svo komið að ekki er lengur hægt að spila á aðeins fjórum völlum með góðu móti.
Af þessum sökum þarf að vera hægt að halda mótið í nokkrum byggðakjörnum í einu eins og gert er nú og einnig var gert í Snæfellsbæ - það er að segja ef öldungar vilja halda áfram að spila vítt og breitt um landið. Við vonum að sem flestir eigi eftir að njóta þess að heimsækja hina mismunandi byggðarkjarna í Ísafjarðarbæ og Bolungarvík. Allar deildir koma til með að spila a.m.k. á Ísafirði og í einu öðru byggðalagi, en stefnt er á að niðurröðun leikja verði lokið á morgun.

Nánari upplýsingar um sætaferðirnar er að finna undir tenglinum "sætaferðir" hér hægra megin á síðunni.

Smávægilegar breytingar á tímasetningu ferða geta orðið þegar niðurröðun fyrir mótið er lokið og eins munum við reyna að hliðra til ferðum þannig að þær henti sem flestum.
Fríar sætaferðir verða svo frá Bolungarvík, Flateyri og Holt, Suðureyri og Súðavík til Ísafjarðar fyrir lokahófið og til baka aftur eftir hófið.

Ef þið hafið athugasemdir varðandi fyrirkomulag sætaferða, vinsamlega komið þeim til okkar í tölvupósti á netfangið oldungur@blak.is

 

12.04.2008

Gisting í Menntaskólanum

Vegna forfalla eru nokkur herbergi með handlaug laus í Menntaskólanum á Ísafirði sem Hótel Ísafjörður er með til leigu. Frekari upplýsingar undir tenglinum "Gisting"
11.4.2008


Deildaskipting

Nú höfum við lokið við að raða í deildirnar og ákváðum við að birta deildaskiptinguna strax hér á síðunni, niðurröðun leikja er að sjálfsögðu í fullum gangi.

9.4.2008

 

Sætaferðir

Nú höfum við sett saman áætlun yfir sætaferðir sem í boði verða á milli keppnisstaðanna.
Við ætlum að selja kort sem gildir í allar ferðir til og frá flugvelli og milli kepnnisstaðanna yfir mótsdagana á 1950.kr. Nánari upplýsingar er undir tenglinum "sætaferðir"

9.4.2008


Ný umsókn um næsta mót.

Ný umsókn hefur nú borist um næsta mót, hún er frá Aftureldingu í Mosfellsbæ. Umsóknina í heild sinni má skoða undir tenglinum næsta mót, umsóknir eða með því að smella hér.

9.4.2008


Þema mótsins.

Við höfum fundið fyrir miklum áhuga hjá blökurum um að hafa eitthvað ákveðið þema á mótinu í ár, enda heppnaðist það mjög vel hjá Stjörnunni á síðasta móti.
Þemað í ár eru „LÖND" hvert félag fær ákveðið land til að vinna með og er félögunum frjálst að vinna með það á hvaða hátt sem er.
Við vonum að allir taki jákvætt í þetta og liðin fara nú á fullt í undirbúing :)
Nánari upplýsingar á tenglinum hér til hægri "þema mótsins"
Bestu kveðjur frá skemmtinefndinni

6.4.2008


Miðar á lokahófið

Góð stemming fyrir lokahófinu og erum við búin að selja 400 miða í forsölu.
Miðar á lokahófið verða seldir til 16.apríl. Miðinn kostar 5000kr. vinsamlegast leggið inn á reikning: 1128-15-200206. Kt.471204-3230. Munið að setja í skýringu fyrir hvaða lið er verið að greiða og sendið kvittun í tölvupósti á netfangið oldungur@blak.is

Við hlökkum til að taka á móti ykkur og skemmta eins og Vestfirðingum einum er lagið :) :)

6.4.2008


Umsókn um næsta mót.

Ein umsókn hefur nú borist um að halda næsta mót, hún er frá Huginn á Seyðisfirði og Hetti á Egilsstöðum.

Umsóknina í heild sinni má skoða undir tenglinum næsta mót, umsóknir eða með því að smella hér.

5.4.2008


Öldungaþing

Fjórar tillögur hafa borist á réttum tíma.
Öldungaþingið verður fimmtudaginn 1.maí í Kaffi Edinborg á Ísafirði og hefst kl 20:30. Við vonumst til að blakarar fjölmenni á þingið. Þið getið kynnt ykkur tillögurnar nánar undir tenglinum tillögur eða með því að smella hér.

3.4.2008

Til hamingju!!! Allir deildarmeistarar sl. Öldungamóts.

Bikarinn ykkar hefur örugglega sómt sér vel hjá ykkur síðasta árið en núna er kominn tími til að einbeita sér að næsta bikar í staðinn.
Við værum þakklát ef þið mynduð senda bikarana til okkar fyrir þann 4. apríl og vinsamlegast prentið árið 2007 og liðsnafnið ykkar á þá.
Póstsendið til:
Margrét Eyjólfsdóttir
Sundstræti 24
400 Ísafirði.


Kveðja
Verðlauna- og minjagripanefndin

28.03.2008

 

ATH !!! Síðasti dagur skráningar er 1.apríl n.k.

Nú þurfa öll lið að fara að skrá sig, síðasti skráningardagur er 1.apríl n.k.

Munið að skrá alla liðsmenn og mjög mikilvægt er að skrá forsvarsmann og þjálfara.

Lið þurfa einnig að borga þátttökugjaldið í síðasta lagi 1.apríl svo að þau teljist gjaldgeng í mótinu.

Þátttökugjaldið er 30.000 kr. og greiðist inn á reikn:1128-26-67 kt. 471204-3230

Munið að skrá fyrir hvaða lið er verið að greiða og sendið kvittun í tölvupósti á netfangið oldungur@blak.is

27.3.2008


Gisting- Hótel Ísafjörður

Vegna forfalla eru laus hótelherbergi á Hótel Ísafirði dagana 30. apríl- 4. maí.
Herbergi með baði á besta stað í bænum.
Verð fyrir 4 nætur í tveggja manna herbergi með baði og morgunverði kr. 19.800.- per
mann.

Hótel Ísafjörður sími 456-4111 www.hotelisafjordur.is


26.03.2008


LOKAHÓFIÐ !!!


Lokahófið okkar verður í Íþróttahúsinu Torfnesi á Ísafirði og við í Skelli lofum glymrandi stuði.
Vestfirska stuðbandið Þorfinnur mun sjá til þess að dansgólfið verði notað :)
Veitingahúsið Við Pollinn býður upp á dýrindis þriggja rétta máltíð. Undir borðhaldi ætlum við svo að syngja saman og skemmta okkur.
Miðar á lokahófið verða seldir í forsölu á 4.500 kr til 1. apríl en eftir það hækka þeir í 5.000 kr.
Vinsamlegast leggið inn á reikning: 1128-15-200206 kt: 471204-3230.
Munið að skrá fyrir hvaða lið er verið að greiða og sendið kvittun í tölvupósti á netfangið oldungur@blak.is

Allir eru því hvattir til að kaupa miða tímanlega!


Við hlökkum til að taka á móti ykkur og skemmta eins og Vestfirðingum einum er lagið :) :)

14.3.2008


Ágætu blakarar

Nú styttist óðum í mótið og undirbúningur á fullu hér fyrir vestan.

Vonandi eru flestir búnir að útvega sér þak yfir höfuðið. Við viljum benda ykkur á að enn er ýmislegt álitlegt í boði í úthverfunum. þ.e. á Flateyri, Suðureyri og einnig í Bolungarvík, Súðavík og á Núpi í Dýrafirði. Á þessum stöðum er einnig blómlegt mannlíf. Frekari upplýsingar hér.

Að venju er boðið upp á gistingu í skólastofum á flestum stöðunum. Þau lið sem vilja gista í skólastofum, vinsamlegast pantið fyrir 25.mars.

Gisting á mann hverja nótt kostar 500 kr. ef fólk kemur sjálft með dýnur, en 1.000 kr. á mann á nótt ef við útvegum dýnurnar.


Pantanir og aðrar fyrirspurnir varðandi gistimálin sendist sem fyrr til Sigrúnar á kgjss@simnet.is eða Margrétar á maggaoj@gmail.is

Sjáumst öll kát og hress

13.3.2008

Sætaferðir

Við ætlum að bjóða upp á sætaferðir milli allra keppnisstaða fyrir og eftir lokahófið. Einnig höfum við verið að kanna hvort fólk vilji nýta sér sætaferðir yfir mótsdagana og hafa nokkrir þegar haft samband við okkur. Til að geta áætlað fjölda ferða og stærð bíla sem þarf og þar sem keppt verður á fjórum stöðum gæti orðið svolítið púsluspil að koma þessu saman. Viljum við því biðja þau lið sem ekki hafa haft samband en hyggjast nýta sér þessar ferðir um að senda okkur tölvupóst á netfangið oldungur@blak.is fyrir 10.mars.

1.3.2008


Eftir 1.apríl er ekki tekið við tillögum fyrir Öldungaþing

Ef það eru einhver lið eða einstaklingar sem vilja koma með tillögu til breytinga á reglugerð um Öldungamót BLÍ er bent á að þær þurfa að berast til mótshaldara (netfangið oldungur@blak.is )a.m.k. 30 dögum fyrir mót. Einnig ef það eru einhver lið sem hafa áhuga á að halda næsta öldungamót væri gott að fá upplýsingar um það a.m.k. 10 dögum fyrir mót.

27.2.2008


Mikilvægt að bóka sig í flug sem fyrst .

Hópar eru beðnir um að panta flug í gegnum hópadeild Flugfélagsins, hægt er að senda tölvupóst á hopadeild@flugfelag.is eða hringja í Bergþóru í síma 570-3035 og Dagnýju í síma 570-3038. Eins og áður sagði er mikilvægt er að hópar bóki sig sem fyrst. Flugfélagið er að safna fólki á lista til að sjá út hvað þurfi að bæta mörgum vélum við til okkar fyrir og eftir mót
Mögulegt er að bóka hóp núna en skila síðan nafnalistum síðar, svo Flugfélagið fái ca. fjölda farþega.
Eins viljum við kanna hvort fólk myndi nýta sér sætaferðir milli keppnisstaðanna yfir mótsdagana. Þar sem keppt er á fjórum stöðum gæti orðið svolítið púsluspil að koma því saman og þess vegna viljum við byrja á því að kanna hversu margir myndu nýta sér það. Áhugasamir vinsamlegast sendið tölvupóst á netfangið oldungur@blak.is

18.2.2008

 

Skráning hafin á www.blak.is !!!

Kæru öldungar.
Nú er skráning hafin á 33. Öldungamót BLÍ og höfum við ákveðið að lokaskráningardagur verði 1.apríl. Munið að skrá alla liðsmenn og mjög mikilvægt er að skrá forsvarsmann og þjálfara.
Lið þurfa einnig að borga þátttökugjaldið í síðasta lagi 1.apríl svo að þau teljist gjaldgeng í mótinu.
Þátttökugjaldið er það sama og í fyrra eða 30.000 kr. og greiðist inn á reikn:1128-26-67 kt. 471204-3230
Munið að skrá fyrir hvaða lið er verið að greiða og sendið kvittun í tölvupósti á netfangið oldungur@blak.is Vinsamlegast gefið upp nafn þess liðs sem verið er að greiða fyrir.
14.2.2008


Beint flug frá Egilsstöðum

Þær upplýsingar hafa borist frá Flugfélagi Íslands að tvær vélar muni fljúga beint frá Egilsstöðum til Ísafjarðar vegna mótsins.

Þegar þetta er skrifað eru enn nokkur sæti laus í þessar vélar.

Flugáætlun 30. apríl frá Egilsstöðum til Ísafjarðar kl. 17:25 og 20:25

Flugáætlun 4. maí frá Ísafirði til Egilsstaða kl. 13:35 og 16.35

13.2.2008

Deila