Fréttir

Páskamót í blaki á Suðureyri

Blak | 31.03.2010

Haldið verður í annað sinn páskamót í blaki í íþróttahúsinu á Suðureyri laugardaginn 3. apríl.  Blakmótið verður eins konar skemmtiblak þar sem ungir og aldnir leiða saman hesta sína til að hafa gaman af. Mótið hefst kl 11:00 um morguninn og er þátttökugjald kr. 300 á einstakling. Mótið er fyrir 14 ára og eldri.

Skráning er hjá Önnu Bjarna í síma 897-5153, hægt er að skrá sig til kl. 15:00 á föstudaginn langa.
Þátttakan sker úr um hvort mótið verður liðakeppni eða einstaklingskeppni.
Páskablakið er tilvalin skemmtun fyrir þá sem vilja sprikla aðeins og
eiga góðan dag með skemmtilegu fólki, komast í sund á eftir og slaka á í heitu pottunum og spjalla saman.

Vegleg verðlaun verða í boði eins og síðast.

Hvetjum alla áhugasama 14 ára og eldri að skrá sig til leiks sem
fyrst.

Munið skráningasímann: 897-5153

Deila