Fréttir

Sætur sigur hjá Vestrakonum

Blak | 01.12.2017

Meistaraflokkur kvenna vann góðan heimasigur á liði Ýmis í 1.deild kvenna um síðustu helgi. Leikurinn var nokkuð kaflaskiptur en Vestrakonur byrjuðu leikinn af miklum krafti og unnu fyrstu tvær hrinurnar. Lið Ýmis kom sterkt inn í þriðju og fjórðu hrinu og allt í járnum, staðan 2-2 eftir fjórar hrinur. Þá var komið að oddahrinu þar sem lið Vestra sýndi hvað í því býr og landaði sigri. Vestri vann því leikinn 3-2. Liðin mættust á heimavelli Ýmis í október s.l. en þá hafði Ýmir sigur 1-3.

 

Deila