Vestrakonur unnu Fylki 3-2 í miklum baráttuleik í Torfnesi á laugardag. Úrslitahrinan vannst með minnsta mögulega mun, 15-13. Leikurinn var jafn og spennandi allan tímann og mikil barátta í báðum liðum.
Í lið Vestra vantaði sterka leikmenn sem hafa verið lykilmenn í vetur, en það sýndi sig að breiddin í hópnum er nægjanlega mikil til að klára svona leiki og fengu bæði ungar og gamlar að spreyta sig í nýjum hlutverkum. Sigurinn var liðssigur og baráttusigur, en það má nefna að efnilegasti íþróttamaður Ísafjarðarbæjar 2016, Auður Líf Benediktsdóttir, átti mjög góðan leik og skoraði grimmt fyrir liðið.
Deila