Fréttir

Sigur og töp hjá blakliðum Vestra

Blak | 23.11.2016
Karlalið Vestra og HK í Fagralundi.
Karlalið Vestra og HK í Fagralundi.

Meistaraflokkar karla og kvenna spiluðu útileiki á höfuðborgarsvæðinu um síðustu helgi. Kvennaliðið spilaði gegn Álftanesi og sigraði tvær fyrstu hrinurnar í leiknum. Næstu þrjár hrinur töpuðust hinsvegar og Álftanes sigraði því leikinn 3-2. Karlaliðið spilaði gegn spræku liði HK b og sigraði fyrri leikinn nokkuð örugglega 3-0. HK bitu hinsvegar vel frá sér í seinni leiknum og unnu hann 3-1. 

Karlalið Vestra trónir á toppnum í 1. deild karla með 15 stig eftir sex leiki, en kvennaliðið er í 6. sæti í 1. deild kvk með 4 stig eftir fjóra leiki.

Deila