Fréttir

Skellur enn taplausar í 3. deild

Blak | 21.02.2011 Kvennalið Skells átti gott mót núna um helgina í 3. deild Íslandsmótsins. Þær spiluðu sex leiki og unnu þá alla. Fjórir leikir voru spilaðir á laugardeginum og unnust þeir allir 2-0. Tveir leikir voru á sunnudeginum og voru úrslitin í þeim báðum 2-1 í hörku spennandi leikjum. Allir leikmenn spiluðu vel og liðið small vel saman. Liðið samanstendur af „eldri“ leikmönnum Skells og stúlkum frá Bandaríkjunum og Kanada sem stunda nám við Háskólasetur Vestfjarða og það er gaman að sjá hvað hópurinn nær vel saman í spilinu. Úrslitamótið í 3. deild verður dagana 25. og 26. mars.

Carrie var dugleg að taka myndir og verða þær settar inn á síðuna innan skamms. Deila