Fréttir

Sóldís og Katla í úrtakshóp fyrir U16

Blak | 09.11.2016
Katla Vigdís
Katla Vigdís
1 af 2

Sóldís Björt Leifsdóttir Blöndal og Katla Vigdís Vernharðsdóttir úr Vestra hafa verið valdar í 19 manna úrtakshóp fyrir U16 landslið stelpna í blaki. Þær eru báðar frá Suðureyri. Gjaldgengar í þennan hóp eru stelpur fæddar 2002-2004 og er Sóldís sú eina sem er á yngsta árinu. 

Síðustu helgina í nóvember verða æfingabúðir fyrir úrtakshópinn á Akureyri og eftir það verður valið í lokahópinn sem keppir í Danmörku í desember.

Við óskum þessum efnilegu blakstelpum til hamingju. Þessi árangur er einnig viðurkenning fyrir góða uppbyggingarvinnu í blakinu á Suðureyri þar sem Þorgerður Karlsdóttir hefur séð um æfingar fyrir yngstu flokkana. 

Einnig var valið í B-landsliðshóp sem boðaður verður á æfingar síðar. Í hann voru valdar þær Þórunn Birna Bjarnadóttir og Bríet Sigríður Karlsdóttir úr Vestra.

Deila