Fréttir

Takk fyrir stuðninginn

Blak | 13.03.2023
Að loknum leiknum gegn KA
Að loknum leiknum gegn KA
1 af 4

Kjörísbikarúslitahelgin 2023 verður lengi í minni okkar í blakdeild Vestra.  Það er útaf fyrir sig ákveðið afrek að komast á þessa úrslitahelgi, þriðja árið í röð.  En að fá að spila úrslitaleikinn er algerlega frábær upplifun.  Og þó svo að draumurinn hafi í dálitla stund verið stærri en úrslitin, þá er silfur á þessu stærsta árlega sviði blaksins á Íslandi eitthvað sem enginn þarf að vera súr yfir.

En svona hlutir gerast ekki af sjálfum sér.  Stuðningur samfélagsins skiptir í þessu samhengi öllu máli.  Að vera niðri á velli, með hálfa stúku af fólki öskrandi „Áfram Vestri“, sjá auglýsingaborðana renna yfir LED skjána og finna kraftinn í liðinu magnast við þetta er algerlega ómetanlegt.

Vestrafólk, styrktaraðilar og allir hinir, hjartans þakkir fyrir stuðninginn í þessu verkefni.  Takk Takk <3

Deila