Fréttir

Tap - en góður leikur hjá Vestra gegn Aftureldingu í undanúrslitum bikarsins

Blak | 09.04.2017

Það er óhætt að segja að karlalið Vestra hafi komið á óvart með frábærum leik á móti Aftureldingu. Þrátt fyrir 3-0 tap þá hefðu fyrstu tvær hrinurnar getað endað hvoru megin sem er. Það er eftirtektarvert afrek hjá litlu félagi frá Ísafirði að koma í fyrsta sinn á stóra sviðið í höllinni og bara láta eins og þeir hafi aldrei gert annað. Vestri spiluðu djarfan og góðan leik, áttu margar hávarnir, fínar sóknir og varnir.

 

Hér fyrir neðan er linkur á leikinn sem var sýndur á sport.tv og viðtal við hinn flotta þjálfara okkar Tihomir Paunovski. Getið þið ímyndað ykkur betri talsmann Vestfirðinga :-)

 

Deila