Fréttir

Þrír leikmenn frá Vestra í unglingalandsliðum U17 og U19 kvk.

Blak | 04.01.2018
Sóldís og Katla
Sóldís og Katla

Þrír leikmenn frá Vestra komust í lokahópana hjá U17 og U19 liðum kvenna sem spila á Evrópumótum í blaki núna í janúar. Þær Sóldís Björt Blöndal og Katla Vigdís Vernharðsdóttir voru valdar í U17 hópinn sem nú er staddur í Tékklandi. Þess má geta að bæði Sóldís og Katla eru frá Suðureyri. 

Í U19 hópnum sem fer alla leið til Úkraínu í næstu viku er Auður Líf Benediktsdóttir fulltrúi Vestra.

Blakdeild Vestra óskar stelpunum góðs gengis - áfram Ísland!

Deila