Fréttir

Tímabilið hafið - fyrstu æfingar

Blak | 02.09.2013 Nýr þjálfari, Grímur Magnússon, er mættur á svæðið og hefjast æfingar á fullu frá og með 2. september. Því miður er stundatafla íþróttahúsana ekki klár ennþá af hálfu HSV en við komum okkur inn samt sem áður. Það á að koma í ljós í kvöld hvaða tíma við fáum í húsunum, en fyrstu tvær vikurnar hjá nýjum þjálfara fara m.a. í að kynnast iðkendum og raða niður hópunum og því verður endanleg tafla ekki ljós fyrr en eftir þann tíma.

Fyrstu æfingar verða sem hér segir:
Krakkar/unglingar á Ísafirði fædd 1997-2001, Torfnesi mánudaginn 2. september kl. 15:35
Fullorðnir byrjendur, íþróttahúsinu Austurvegi, mánudaginn 2. september kl. 20:00

Krakkar á Ísafirði fædd 2002-2005, Austurvegi þriðjudaginn 3. september kl. 16:00
Fullorðnir, vanir leikmenn, Torfnesi þriðjudaginn 3. september kl. 21:00

Fyrsta æfing á Suðureyri verður miðvikudaginn 5. september kl. 16:00 Deila