Fréttir

Tvöfaldur sigur á Fylki í blaki

Blak | 06.11.2016
Áhorfendur létu vel í sér heyra. Hér er karlalið Vestra ásamt dyggustu stuðningsmönnunum á leiknum á sunnudagsmorgni.
Áhorfendur létu vel í sér heyra. Hér er karlalið Vestra ásamt dyggustu stuðningsmönnunum á leiknum á sunnudagsmorgni.

Karlalið Vestra í blaki sigraði Fylki nokkuð örugglega 3-0 í báðum leikjunum sem leiknir voru í Torfnesi um helgina. Leikirnir voru spilaðir kl. 14:30 á laugardegi og 10 á sunnudagsmorgni. Lið Vestra mætti ákveðið til leiks, gerði fá mistök og átti mjög góða spretti inn á milli. Vestri hefur nú sigrað fyrstu fjóra leikina í deildinni án þess að tapa hrinu.

 

Deila