Fréttir

Uppgjör BLÍ: Sverrir efnilegastur, Juan besti þjálfarinn og Franco í úrvalsliðinu

Blak | 13.06.2023
Úrvalslið tímabilsins
Úrvalslið tímabilsins
1 af 2

Nú á dögunum stóð Blaksamband Íslands fyrir hinu árvissa uppgjöri nýliðins keppnistímabils, þar sem viðurkenningar voru veittar til þeirra sem þóttu skara framúr í úrvalsdeildum karla og kvenna í vetur.

Karlalið Vestra fékk þrjár viðurkenningar við þetta tilefni. Þar ber fyrst að nefna að Sverrir Bjarki Svavarsson var valinn efnilegasti leikmaður úrvalsdeildarinnar, en Sverrir var fastamaður í liði Vestra í vetur þrátt fyrir að vera aðeins 16 ára gamall. Það segir kannski sína sögu um yngriflokka starfið hjá Vestra að þetta er þriðja árið í röð sem liðið á efnilegasta leikmann úrvalsdeildar.

Juan Manuel Escalona þjálfari Vestra var valinn besti þjálfari deildarinnar og er þetta í annað sinn sem honum hlotnast sá heiður á þeim þremur árum sem hann hefur starfað fyrir félagið. Þá var Franco Nicolás Molina valinn í úrvalslið deildarinnar, en hann var jafnframt sá leikmaður sem skoraði flest stig úr uppgjöfum í vetur.

Karlalið Vestra átti mjög gott keppnistímabil í blakinu þennan veturinn, en liðið komst í undanúrslit Íslandsmótsins og alla leið í úrslitaleikinn í Kjörísbikarnum.

Deila