Fréttir

Velheppnað jólamót

Blak | 01.12.2009

Hurðaskellur, jólamót félagsins, var haldið í þróttahúsinu á Torfnesi  laugardaginn 28. Nóvember s.l.

Góð þátttaka var bæði í krakka og fullorðinsflokki og kepptu um 60 blakarar á mótinu.

Myndir frá mótinu eru komnar inn á myndasíðuna

 

Á krakkablakmótið mættu um 40 blakkrakkar á aldrinum 8 - 16 ára, frá Þingeyri , Suðureyri og Ísafirði.

Leikið var á 4 völlum og gekk mótið vel  fyrir sig þó smá seinkun hafi orðið,  en mikinn mannskap þarf í kringum svona mót. Einhver forföll urðu vegna veikinda þannig að það  þurfti að lána mannskap á milli liða. Spilað var 3. og 4. stig krakkablaks, í 3. stigi er spilað venjulegt blak, nema að annar bolti er gripinn og það verða að vera þrjár snertingar hjá hvoru liði. Í 4. stigi er spilað venjulegt blak  bara á minni velli.

Eftirfarandi  lið kepptu í 3. stigi :

Stúfur - Suðureyri  , Pottasleikir - Ísafirði,Gluggagæir - Suðureyri ,Kertsníkir - Ísafirði , Skyrgámur - Ísafirði. 

Gluggagægir vann alla sína leiki , í öðru sæti var Skyrgámur  og Kertasníkir í því þriðja.

Eftirfarandi  lið kepptu í 4. stigi :

Askasleikir - Þingeyri , Giljagaur - Þingeyri , Gáttaþefur - Ísafirði , Stekkjastaur - Þingeyri ,

Kjötkrókur - Suðureyri , Hurðaskellir - Ísafirði.

Sigur úr bítum bar Stekkjastaur sem vann alla sína leiki fyrir utan eina hrinu, í öðru sæti var Kjötkrókur og Hurðaskellir í því þriðja. Þess má geta að leikmenn Hurðaskells eru öll töluvert yngri en aðrir keppendur á  4. stigi ( þau eru í 4-5 bekk ).

Allir fengu húfur að gjöf í lok móts  og boðið var upp á mandarínur , epli , smákökur og drykki.

Takk fyrir skemmtilegan dag krakkar og það verður gaman að sjá til ykkar í framtíðinni

 

 

Keppni í fullorðinsflokki hófst að loknu krakkablakinu, eða um kl 13. Voru rúmlega 20 blakarar mættir til leiks.  Dregið hafið verið í blönduð lið nokkrum dögum áður.

Skemmst er frá því að segja að keppnisskapið var allsráðandi innan vallar sem utan.  Búningar og aðrir aukahlutir, með jólaandann í fyrirrúmi, settu sterkann svip á mótið.  Eins og gefur að skilja spilast leikir með fjögurra manna liðum öðruvísi en þegar leikmenn eru sex.  Samt sem áður náðust mjög skemmtilegar rimmur og oft á tíðum mjög flott blak.  Það voru því þreyttir og glaðir blakarar sem héldu heim á leið upp úr kl 17. Á sinn hátt voru allir sigurvegarar í þessu móti, en mótinu lauk með verðlaunaafhendingu á léttu nótunum, þar sem tekin voru saman úrslit dagsins.  Fyrir þá sem vilja vita meira, bendum við á myndasíðurnar.

Við þökkum fyrir skemmtilegan dag og sérstakar þakkir til allra þeirra sem lögðu hönd á plóginn og gerðu þetta mót mögulegt.

 

               

Deila