Fréttir

Vestra strákar á úrtaksæfingum fyrir U17

Blak | 13.11.2016

Blaksambandið hefur tilkynnt 17 manna úrtakshóp fyrir U17 drengjalandsliðið í blaki sem keppir í undankeppni EM í Danmörku í desember. Gjaldgengir árgangar í þennan hóp eru strákar fæddir 2001-2003. Í hópnum eru þrír leikmenn frá Vestra, þeir Hafsteinn Már Sigurðsson, Sigurður Bjarni Kristinsson og Gísli Steinn Njálsson og óskum við þeim hjartanlega til hamingju með árangurinn. Þeir voru allir á úrtaksæfingum sem haldnar voru á höfuðborgarsvæðinu um helgina. Tólf leikmenn komast síðan í lokahópinn. Hér er frétt Blaksambandsins um málið: http://www.bli.is/is/frettir/aefingahopar-u16-kvk-og-u17-kk

 

Deila