Fréttir

Vestri tekur á móti Aftureldingu B í 1. deild karla í blaki

Blak | 16.02.2017

Strákarnir í Vestra fá Aftureldingu B til sín um helgina.  Leikirnir verða á föstudagskvöld kl. 20:45 (eða strax á eftir körfuboltaleik) og laugardag kl. 10:30. Vestri eru efstir í 1. deild karla og ætla að gera allt sem þeir geta til að halda þeirri stöðu. Vonumst til að sjá sem flesta á leikjunum - kaffi og með'í til sölu hjá yngri flokkum blakdeildarinnar.

Um síðustu helgi sigraði karlalið Vestra lið KA-ö á Akureyri í 3. umferð Kjörísbikarsins og eru þar með komnir í átta liða úrslit. Kvennaliðið tapaði einum deildarleik en vann annan í Reykjavík sömu helgi.

Fréttavefurinn bb.is fjallaði um ferðalagið og leikina:

http://www.bb.is/2017/02/helgi-lifi-ithrottaidkenda-vestfjordum/

 

 

Deila