Fréttir

Vestri tekur á móti Fylki í 1. deild kvenna í blaki

Blak | 03.02.2017

Laugardaginn 4. febrúar kl. 15 mun kvennalið Vestra taka á móti Fylki í Torfnesi. Búast má við spennandi leik, en sem stendur er Vestri í 4. sæti deildarinnar með 10 stig eftir sjö leiki og Fylkir í 6. sæti með 9 stig eftir átta leiki. Lið Vestra verður án sterkra leikmanna að þessu sinni, en ungu stelpurnar eru í mikilli framför og það verður spennandi að sjá hvernig gengur.

Við hvetjum fólk til að kíkja á leikinn og fá sér kökusneið hjá yngri flokkum Vestra í leiðinni. 

Deila