Fréttir

Vetrarstarfið að byrja

Blak | 31.08.2011 Þá er haustið að skella á og blakið að hrökkva í gang. Við gerum ráð fyrir því að byrja yngriflokka starfið á mánudaginn 5. september. Við erum ekki enn búin að fá úthlutað tímum frá HSV í íþróttahúsunum, en upplýsingar um tímana verða settar inn um leið og þær berast. Við munum bjóða upp á blak fyrir iðkendur í 5.-10. bekk tvisvar í viku. Blak fyrir 1.-4. bekk verður inni í íþróttaskólanum.

Fyrsta æfingin hjá meistaraflokki verður á fimmtudaginn 1. september kl. 19:40. Deila