Fréttir

Viðtal við Kath, nýjan leikmann meistaraflokks kvenna

Blak | 23.10.2010

Hvað ertu gömul og hvaðan ertu ? Hefurðu búið þar alla ævi ? 

Ég er 25 ára og ólst upp í Campell River á Vancouver eyju í  V-Kanada en síðustu ár hef ég búið í Vancouver.

 

Afhverju ákvaðstu að koma til Ísafjarðar ? 

Ég kom til Ísafjarðar því ég vildi fara í nám svipað og námið í Haf og strandsvæðastjórnun og mér fannst að Ísland væri áhugaverður og öðruvísi staður til að stunda slíkt nám.

 

Hvað varstu gömul þegar þú byrjaðir að æfa og spila blak ?

Ég byrjaði í blaki í grunnskóla þegar ég var 10 ára 

  

Hefurðu spilað með mörgum liðum ?

Ég spilaði í skólaliði í grunnskóla og með  Robron Breakers og Carihi Tyees í menntaskóla og svo spilaði ég með Campbell River Crush. Síðan ég útskrifaðist úr menntaskóla hef ég aðeins spilað mér til skemmtunar.


 

Hefurður æft og  keppt í öðrum íþróttum ?

Í skóla æfði ég og spilaði körfubolta og fótbolta.

 

Að lokum er eitthvað sem þú vilt deila með okkur ?

Hingað til hefur verið frábært að búa á Íslandi, það er stórkostlegt að vera farin að æfa og spila blak með liði aftur . Ég hef aldrei búið í bæ sem er eins lítll og Ísafjörður en þó er samt svo margt um að vera hér. Það er búið að vera mjög gaman og ég hlakka mikið til næstu átta mánuða.

 

Deila