Fréttir - Blak

Fullorðinsblak- æfingar

Blak | 19.12.2008 Síðasta æfing fyrir jól verður á sunnudaginn kl.15:40, síðan verður létt æfing (spiltími) 30.desember kl.21:00 :)
Æfingar hefjast svo aftur samkvæmt æfingatöflu 4.janúar.
Nánar

Jólafrí í krakkablakinu

Blak | 19.12.2008

Nú er komið jólafrí í krakkablakinu,  æfingar hefjast svo aftur 5.janúar.

Nánar

Jólamót Vestfjarða í krakkablaki velheppnað

Blak | 17.12.2008

Jólamót Vestfjarða fór fram á Þingeyri laugardaginn 13. desember.  Tæplega 60 krakkar frá Þingeyri, Suðureyri og Ísafirði tóku þátt og voru keppendur á aldrinum frá 7 og upp í 16 ára. Mótið heppnaðist einstaklega vel og ótrúlegt hvað krakkarnir eru orðnir duglegir í blaki. Spilað var á stigi 1, 2 og 3.  Á stigum 1 og 2 er boltanum kastað yfir netið en á stigi 2 þarf þó að taka blakslag og grípa til að frelsa liðsfélaga sinn. Á þriðja stigi er spilað venjulegt blak, nema að annar bolti er gripinn og það verða að vera þrjár snertingar hjá hvoru liði.   Elstu krakkarnir á Þingeyri eru komin mjög langt í blakinu og í lok mótsins bauð úrvalslið þeirra í þjálfarana. Þá var spilað krakkablak á 4. stigi sem er venjulegt blak með fjórum leikmönnum í liði á badmintonvelli. Þjálfararnir unnu í þetta sinn, en það er ljóst að ef leikurinn verður endurtekinn að ári gætu úrslitin orðið allt önnur.   Eftir mótið fengu allir úlnliðsband merktu sínu félagi, samlokur, ávexti og smákökur. 
Margir brugðu sér í laugina áður en haldið var heim á leið.  

Nánar

Hurðaskellir sigraði Jólasprett 2008

Blak | 15.12.2008

Jólamót félagsins í fullorðinsblaki var haldið s.l. sunnudag og var þátttaka í mótinu mjög góð, en alls mættu 29 blakarar til keppni og var spilað í sjö liðum.
Það var liðið Hurðaskellir sem sigraði á mótinu eftir að hafa lagt Bjúgnakræki að velli í æsispennandi úrslitaleik.
Kertasníkir og Stekkjarstaur spiluðu um 3. sætið og þar hafði Kertasníkir betur.
Bjúgnakrækir fékk verðlaun fyrir bestu búningana og var jafnframt valið smasslið mótsins, ýmis önnur aukaverðlaun voru einnig veitt s.s. fyrir knattspyrnutilþrif mótsins en liðið Gluggagægir fékk þau verðlaun.
Engin pönnukaka leit dagsins ljós en hávörn mótsins átti Ari Klængur og Gunnar Bjarni og Þorgerður voru tilþrifapar mótsins :)
Mótið þótti heppnast vel og stendur til að endurtaka mótið að ári.

Fleiri myndir frá mótinu er að finna á myndasíðunni.

Nánar

Jólasprettur 2008 - Dagskrá mótsins

Blak | 12.12.2008 Mótið hefst kl.13 en ekki 13:30 eins og upphaflega var áætlað

Niðurröðun mótsins er þá lokið!   Spiluð er einföld umferð allir við alla og er spiluð ein hrina upp í 25, þó þarf að muna tveimur stigum á liðum en aðeins upp í 27.
Nánar

Jólamót Vestfjarða í Krakkablaki 2008 - Leikjaniðurröðun

Blak | 12.12.2008

Leikjaniðurröðun

3. stig:  Hver leikur er ein hrina upp í 25 stig. Tvö stig þurfa að aðskilja liðin upp að 27 stigum.
2. stig: Hver leikur er 10 mínútur.
1. stig: Hver leikur er 7 mínútur.

Nánar

Jólamót Vestfjarða í krakkablaki

Blak | 08.12.2008 Jólamót Vestfjarða í krakkablaki verður haldið á Þingeyri laugardaginn 13. desember.  Farið verður frá Suðureyri og Ísafirði á einkabílum og eru foreldrar krakka á Ísafirði hvattir til að vera í sambandi við þjálfara varðandi það hverjir ætla á bílum og hverjir þurfa að fá far.  Farið verður frá íþróttahúsinu í Torfnesi kl. 10.  Foreldrar barna á Suðureyri eru beðnir um að tala sig saman.   Mótið stendur frá klukkan 11 til klukkan 13.  Mótsgjaldið er kr. 500 á barn, og innifalið í því er hressing eftir mótið.  Þeir sem vilja geta tekið með sér sundföt og dýft sér í laugina á eftir.   Á mótinu verða krakkar frá Þingeyri, Suðureyri og Ísafirði.  Sum eru búin að æfa blak í eitt og hálft ár, en önnur byrjuðu í haust.  Liðin spila blak á mismunandi stigum en á mótinu verður spilað 1. stig, 2. stig, 3. stig og etv 4. stig.  Hver iðkandi verður í liði sem spilar stig við hans hæfi og því eru í sumum tilfellum leikmenn á ýmsum aldri saman í liði.   Við hvetjum þá foreldra sem tök hafa á til að koma og fylgjast með sínum börnum. Þau hafa verið mjög áhugasöm í vetur og öllum fer hratt fram. 
Bestu kveðjur,   Þjálfarar. Nánar

Blakmót - Jólasprettur Skells 2008

Blak | 03.12.2008 Blakfélagið Skellur heldur blakmót sunnudaginn 14.desember n.k.

Mótið er opið öllum fullorðnum einstaklingum sem eitthvað hafa spilað blak í gegnum tíðina. Þetta er kjörið tækifæri til að hreyfa sig ærlega á milli jólahlaðborða og smákökuáts!

Mótið hefst kl.13:30 og lýkur ekki seinna en kl. 17:00

Keppt verður í fjögurra manna liðum og verður þátttakendum raðað í fjóra styrkleikaflokka af þjálfara félagsins og síðan verður dregið í lið, (einn úr hverjum styrkleikaflokki í hvert lið)  Keppni ætti því að verða jöfn og spennandi.

Vegleg verðlaun verða veitt fyrir þrjú efstu sætin og að auki verða ýmis aukaverðlaun, s.s. fyrir jólalegustu búningana, pönnuköku mótsins, o.fl. 

Þeir sem vilja æfa sig fyrir mótið  eru velkomnir  á æfingu hjá félaginu en upplýsingar um æfingatímana eru hér á síðunni undir tenglinum: fullorðinsblak

Þeir sem hafa áhuga á að taka þátt eru beðnir um að skrá sig með því að senda tölvupóst á netfangið:asdisbirna@simnet.is

skráningu lýkur á miðnætti 10.desember.


Stjórnin

Nánar

Harpa þjálfari 35 ára í dag

Blak | 13.11.2008

Harpa Grímsdóttir aðalþjálfari félagsins er 35 ára í dag, við óskum henni hjartanlega til hamingju afmælið
og vonum að hún njóti dagsins :)

Nánar

Íslandsmótið í blaki, 3.deild kvenna

Blak | 29.10.2008 Blakfélagið Skellur tekur í ár þátt í 3.deild kvenna í annað sinn. Um næstu helgi fer fram fyrri umferð riðlakeppninnar í Mosfellsbæ. Keppni hefst kl:13 á laugardag og lýkur kl:15 á sunnudag, það verða s.s. spilaðir 6 leikir á rúmum sólarhring.
Í 3.deildinni eru skráð til leiks 18 lið, 4 lið spila í norðurlandsriðli og 14 lið spila í 2 suðurlandsriðlum.
Seinni umferð riðlakeppninnar fer síðan fram í Ólafsvík 20.-21. febrúar.
Úrslitakeppnnin verður svo á Álftanesi helgina 20.-21. mars.
Leikjaplanið má skoða með því að smella hér

Nánar