Fréttir - Blak

Yngriflokkaþjálfarar í fræðsluferð

Blak | 15.02.2010

Á dögunum fóru krakkablakþjálfarar Skells í fræðsluferð til Reykjavíkur. Félagið fékk styrk fyrir menntun yngriflokkaþjálfara sem nýttur var í þessa ferð. Tilgangurinn var að fylgjast með æfingum hjá öðrum félögum og fá góð ráð hjá reyndari þjálfurum.

 

Farið var á æfingar hjá krökkum frá sjötta og upp í þriðja flokk hjá HK og Stjörnunni. Við lærðum margar nýjar æfingar og einnig lærðum við ýmislegt sem tengist félagslegri og uppeldislegri hlið þjálfunar. Við fengum líka staðfestingu á því að við erum að vinna á svipaðan hátt og aðrir þjálfarar og að krakkarnir okkar eru virkilega duglegir. Við hittum síðan sérstaklega Ástu Sigrúnu Gylfadóttur, þjálfara hjá HK, sem ræddi við okkur um helstu atriði krakkablakþjálfunar og fór með okkur í gegnum nokkrar æfingar.

 

Við fórum sjálfar á æfingu hjá öldungaliði HK (við urðum að bæta upp æfingu sem við misstum af heima) og fylgdumst með æfingum hjá fleiri fullorðinsliðum.

 

Ferðin var virkilega gagnleg og það er að okkar mati mikilvægt fyrir alla þjálfara að vera duglegir að sækja námskeið eða mennta sig á annan hátt til að staðna ekki.

Krakkablakþjálfarar Skells:
Harpa, Kolbrún, Sólveig og Þorgerður

Nánar

Gleðilegt nýtt ár

Blak | 02.01.2010 Blakfélagið Skellur óskar öllum gleðilegs nýs árs, þökkum iðkendum og foreldrum fyrir skemmtilegt og árangursríkt starf á liðnu ári. Nánar

Fullorðinsblak-jólafrí

Blak | 15.12.2009

Síðasti tíminn fyrir jólafrí verður fimmtudaginn 17.des.

Síðan verður blaktími þriðjudaginn 29.des kl: 21.00 og æfingar hefjast svo á nýju ári, sunnudaginn 3.janúar.
 
Litlu jólin í blakinu verða fimmtud.17.des. Þá verður svokallað einstaklingsmót :)

Mæting er eigi síðar en kl.19.30

Nánar

Krakkablak, jólafrí

Blak | 09.12.2009

Á Ísafirði verður síðasti krakkablakstíminn fyrir  jól, mánudaginn 14.desember.

Á Suðureyri verður síðasti tíminn fyrir jól, fimmtudaginn 10.desember

Í síðasta tíma fyrir jól mæta krakkarnir með jólasveinahúfur og þjálfararnir bjóða upp á hressingu og jólatónlist í bland við lauflétta og skemmtilega hreyfingu.


Æfingar hefjast svo af fullum krafti á nýju ári,  í krakkablakinu á Ísafirði mánudaginn 4.janúar og á Suðureyri fimmtudaginn 7.janúar.

Nánar

Harpa þjálfari orðin léttari

Blak | 09.12.2009

Í gær þriðjudaginn 8.desember eignaðist Harpa þjálfari 17 marka dreng, allt gekk vel og móður og barni heilsast vel. Við óskum þeim Hörpu og Gunnari  hjartanlega til hamingju með prinsinn og að sjálfsögðu Birki og Kára líka innilega til hamingju með litla bróðir.

Nánar

Velheppnað jólamót

Blak | 01.12.2009

Hurðaskellur, jólamót félagsins, var haldið í íþróttahúsinu Torfnesi s.l. laugardaginn 28. Nóvember s.l.

Góð þátttaka var bæði í krakka og fullorðinsflokki og kepptu um 60 blakarar á mótinu.

Myndir frá mótinu eru komnar inn á myndasíðuna

 

Nánar

Dagskrá og upplýsingar um jólamótið

Blak | 27.11.2009 Hurðaskellur - jólamót Skells í blaki verður haldið laugardaginn 28. nóvember. Frá kl. 10-13 verður keppt í krakkablaki, en síðan taka fullorðnir við. Mótið verður að vanda á léttu nótunum og með jólalegu ívafi.

Í yngri flokkunum keppa 11 lið frá Þingeyri, Suðureyri og Ísafirði. Mótsgjald er kr. 1000 á barn, og er boðið upp á smá nasl í lok móts.

Í fullorðins flokki keppa 5 lið með leikmönnum frá Ísafirði, Suðureyri og Þingeyri. Mótsgjald er kr. 1000 og er boðið upp á hressingu milli leikja.
Nánar

Hurðaskellur - jólamót Skells í blaki

Blak | 20.11.2009 Hurðaskellur - jólamót Skells í blaki verður haldið laugardaginn 28. nóvember. Frá kl. 10-13 verður keppt í krakkablaki, en síðan taka fullorðnir við. Mótið verður að vanda á léttu nótunum og með jólalegu ívafi.

Í yngri flokkunum keppa u.þ.b. 10 lið frá Þingeyri, Suðureyri og Ísafirði. Mótsgjald er kr. 1000 á barn, og er boðið upp á smá nasl í lok móts.

Í fullorðinsflokki verður dregið í lið og er öllum sem eitthvað hafa komið nálægt blaki frjálst að skrá sig, hvort sem þeir hafa æft blak með Skelli eða ekki. Skráningarfrestur rennur út mánudaginn 23. nóvember, og skráning er á netfangið harpa@vedur.is

Leikjaplan verður sett inn á síðuna þegar nær dregur móti.
Nánar

Frábær ferð á Íslandsmót

Blak | 09.11.2009

Ferðin til Neskaupstaðar á Íslandsmót 4. og 5. flokks í blaki gekk eins og í sögu. Flogið var frá Ísafirði um miðjan dag á föstudegi og farið í keilu í Reykjavík meðan við biðum eftir vélinni til Egilsstaða. Frá Egilsstöðum tókum við rútu til Neskaupstaðar og vorum komin þangað um kl. 21 um kvöldið.

Mótið var síðan á laugardegi og fram að hádegi á sunnudegi. Í stuttu máli sagt fór árangur krakkanna fram úr björtustu vonum þjálfaranna. Öll voru þau að spila sitt allra besta blak og tilþrifin voru hreint ótrúleg. Enda eru sjálfsagt margir með einhverja marbletti eða brunafar eftir að hafa skutlað sér í gólfið og bjargað boltanum á ótrúlegan hátt:-).

Nánar

Vegna ferðar á Íslandsmót hjá 4. og 5. flokki - nýjar upplýsingar

Blak | 03.11.2009

Nýjar upplýsingar vegna ferðarinnar hafa verið settar inn á krakkablaksíðuna undir tilkynningar: http://hsv.is/skellur/krakkablak/tilkynningar/

Nánar