Síðasti tíminn fyrir jólafrí verður fimmtudaginn 17.des.
Síðan verður blaktími þriðjudaginn 29.des kl: 21.00 og æfingar hefjast svo á nýju ári, sunnudaginn 3.janúar.
Litlu jólin í blakinu verða fimmtud.17.des. Þá verður svokallað einstaklingsmót :)
Mæting er eigi síðar en kl.19.30
NánarÁ Ísafirði verður síðasti krakkablakstíminn fyrir jól, mánudaginn 14.desember.
Á Suðureyri verður síðasti tíminn fyrir jól, fimmtudaginn 10.desember
Í síðasta tíma fyrir jól mæta krakkarnir með jólasveinahúfur og þjálfararnir bjóða upp á hressingu og jólatónlist í bland við lauflétta og skemmtilega hreyfingu.
Æfingar hefjast svo af fullum krafti á nýju ári, í krakkablakinu á Ísafirði mánudaginn 4.janúar og á Suðureyri fimmtudaginn 7.janúar.
Í gær þriðjudaginn 8.desember eignaðist Harpa þjálfari 17 marka dreng, allt gekk vel og móður og barni heilsast vel. Við óskum þeim Hörpu og Gunnari hjartanlega til hamingju með prinsinn og að sjálfsögðu Birki og Kára líka innilega til hamingju með litla bróðir.
NánarHurðaskellur, jólamót félagsins, var haldið í íþróttahúsinu Torfnesi s.l. laugardaginn 28. Nóvember s.l.
Góð þátttaka var bæði í krakka og fullorðinsflokki og kepptu um 60 blakarar á mótinu.
Myndir frá mótinu eru komnar inn á myndasíðuna
Nánar
Ferðin til Neskaupstaðar á Íslandsmót 4. og 5. flokks í blaki gekk eins og í sögu. Flogið var frá Ísafirði um miðjan dag á föstudegi og farið í keilu í Reykjavík meðan við biðum eftir vélinni til Egilsstaða. Frá Egilsstöðum tókum við rútu til Neskaupstaðar og vorum komin þangað um kl. 21 um kvöldið.
Mótið var síðan á laugardegi og fram að hádegi á sunnudegi. Í stuttu máli sagt fór árangur krakkanna fram úr björtustu vonum þjálfaranna. Öll voru þau að spila sitt allra besta blak og tilþrifin voru hreint ótrúleg. Enda eru sjálfsagt margir með einhverja marbletti eða brunafar eftir að hafa skutlað sér í gólfið og bjargað boltanum á ótrúlegan hátt:-).
NánarNýjar upplýsingar vegna ferðarinnar hafa verið settar inn á krakkablaksíðuna undir tilkynningar: http://hsv.is/skellur/krakkablak/tilkynningar/
NánarKvennalið Skells tók þátt í fyrsta 3. deildar móti vetrarins í Mosfellsbæ um síðustu helgi (30.-31. október). Skemmst er frá því að segja að mótið byrjaði frekar illa hjá okkar konum, en endaði vel. Fyrstu þrír leikirnir töpuðust en konurnar rúlluðu upp síðustu tveimur leikjunum. Liðið átti mjög góða spretti og toppaði í síðasta leiknum þar sem það spilaði mjög gott blak. Mótið var skemmtilegt að venju og nú er umgjörðin orðin mjög fagmannleg með alvöru leikskýrslum. Það er líka gaman að sjá hvað liðin eru vel æfð og undirbúin. Það er ljóst að hin liðin eru flest í betri leikæfingu en Skellur þar sem þau fara flest á nokkur hraðmót yfir veturinn fyrir utan 3. deildar mótin. Fjarlægðin til næstu blakliða gerir Skelli erfitt fyrir og í hvert sinn sem við mælum okkur mót við Tálknfirðinga lokast Hrafnseyrarheiði.
Lið Skells er nú í 4. sæti af 6 liðum í 3. deild suður A, frekari upplýsingar um úrslit einstakra leikja má finna á www.blak.is eða með því að smella hér.
Nánar