Á morgun laugardaginn 27.mars keppa karla og kvennalið Skells á Kjörísmóti Hamars sem haldið er Iðu á Selfossi.
25 lið keppa á mótinu og er spilað í 3 kvennadeildum og 2 karladeildum, 5 lið í hverri deild.
Liðin keppa bæði í 2.deild.
Þetta er fyrsta mótið á tímabilinu hjá karlaliðinu en þeir taka ekki þátt í deildakeppni BLÍ. í vetur.
Frekari upplýsingar um mótið og úrslit leikja má skoða á http://www.blak.is/
NánarSeinni hluti íslandsmótsins fer fram í Kópavogi dagana 16.-18. apríl nk. Öllum krökkum sem æfa blak með Skelli er velkomið að vera með.
Við reiknum með því að fljúga suður á föstudegi og til baka með seinni vél á sunnudegi.
NánarÞann 15 mars sl. var aðalfundur Blakfélagsins Skells haldinn í fundarsal Íþróttahússins á Torfnesi á annari hæð.
Dagskrá fundarins var nokkuð hefðbundin fyrir aðalfund. Engar breytingar urðu á stjórn félagsins, en nýjir aðilar komu inn í varastjórn, sem skoðunarmenn reikninga og í barna- og unglingaráð.
Á fundinum var lögð fram tillaga að nýjum lögum félagsins. Forsaga þess máls er að á aðalfundi síðasta árs var samþykkt tillaga um að endurskoða lög félagsins og voru þá þrír aðlilar valdir í það verk. Tillaga nefndarinnar var samþykkt og má sjá nýju lögin hér á síðu félagsins.
Fram kom í skýrslum formanns og gjaldkera fyrir síðasta ár, að fjárhagsstaða félagsins sé góð, þó svo að rekstrarniðurstaða ársins hafi verið fyrir neðan núllið. Skýrsla formanns er svo í heild sinni inni í fréttinni.
Jón Páll Hreinsson formaður HSV stýrði aðalfundinum af röggsemi og festu, og eru honum hér færðar bestu þakkir fyrir.
Nánar
Blakfélagið Skellur loksins komið með síðu á facebook :D
Allir félagsmenn eru hvattir til að gerast aðdáendur að síðunni
Aðalfundur Blakfélagsins Skells verður haldinn mánudaginn 15. mars nk.
Fundurinn verður haldinn í fundarsal Íþróttahússins á Torfnesi á annari hæð og hefst kl 20.00.
Dagskrá fundarins eru hefðbundin aðalfundarstörf, í stuttu máli;
Foreldrar blak-krakka undir 14 ára aldri, er sérstaklega bent á að þeir eru fulltrúar þeirra á slíkum fundum.
Þeir sem hafa áhuga á að kynna sér tillögur að lagabreytingum er bent á að snúa sér til stjórnarmanna.
Allir félagar eru hvattir til að mæta á fundinn og hafa áhrif á starf félagsins.
Stjórnin
Kvennalið Skells mun spila í 2. umferð þriðju deildar Íslandsmótsins um helgina. Mótið verður haldið á Hvolsvelli og nú er bara að vona að veðrið verði skaplegt. Skellur er í fjórða sæti af sex liðum í riðlinum eftir fyrstu umferðina eins og sést hér að neðan.
Riðill A Sæti Stig
Markmiðið er klárlega að hækka sig um sæti í riðlinum. Efstu tvö liðin komast í úrslit 3. deildar og það gæti orðið erfitt að ná því þótt ekki sé það útilokað.
Þriðju deildar mótin eru mjög skemmtileg - leikirnir allir spennandi og mikið fjör. Níu konur verða í Skellsliðinu, á aldrinum 23 til 52 ára - kynslóðabilið brúað!
Nánar