Það voru stórhuga fulltrúar frá Ísafirði sem mættu á Öldungamótið í Garðabæ vorið 2007. Ekki var nóg með að það lið kæmi og sigraði sína deild, heldur var einnig lögð fram Nánar
Fimmtudaginn 22. maí verður krakkablakinu slúttað. Fjörið verður á milli kl. 16 og 18 á strandblakvöllunum á Þingeyri ef veður leyfir. Spilað verður krakkastrandblak og grillaðar pylsur. Krakkarnir eru beðnir um að koma með kr. 500 og vera í krakkablakbolunum sem þeir fengu í vor -en allir þurfa líka að vera klæddir eftir veðri.
Brottför frá Ísafirði verður kl. 15:10 frá íþróttahúsinu við Austurveg. Þeir foreldrar sem hafa áhuga á að koma með á bíl vinsamlega látið þjálfara vita
Nánar
Margir þeirra sem voru að vinna í kringum öldungamótið í blaki eða kíktu á mótið hafa lýst yfir miklum áhuga á að prófa að mæta á blakæfingar. Nú gefst tækifæri til þess að standa við stóru orðin því Blakfélagið Skellur mun hafa nokkra kynningartíma í blaki í maí.
Fyrsti tíminn verður í íþróttahúsinu Torfnesi kl. 19:40 í kvöld. Allir eru hjartanlega velkomnir, hvort sem þeir hafa prófað blak áður eða ekki. Farið verður yfir grunntækni í blaki, en mestur tími mun fara í létt spil og skemmtilegheit.
Nánar
Jæja, þá er stóra helgin að renna upp hjá blakfélaginu Skelli. Við eigum von á 800 keppendum á öldungamótið og eru þeir þegar byrjaðir að týnast í bæinn, en flestir koma á miðvikudag. Spilað verður frá 8 að morgni og framundir miðnætti dagana 1. og 2. maí. Þann 3. maí verður spilað fram til klukkan 14 en þá verður lokaleikur mótsins, sem er æfingaleikur hjá íslenska kvennalandsliðinu á móti Tromsö. Við viljum hvetja foreldra blakkrakka til að kíkja með þeim á mótið, en það verður frábært fyrir þau að sjá blakleiki fullorðinna. Það yrði gaman fyrir þau og okkur ef þau hvetja sitt lið, en Skellur er með þrjú lið á mótinu. Tímasetningu leikjanna má sjá á heimasíðunni www.blak.is. Einnig hefðu þau gaman að því að sjá leiki í 1.deildum karla og kvenna, en þar er spilað mjög gott blak og svo mæta að sjálfsögðu allir á "landsleikinn".
Krakkarnir fengu boli á æfingum í þessari viku. Þeir eru
Nánar
Sunnudaginn 13. apríl var haldið krakkablakmót á vegum blakfélagsins Skells í íþróttahúsinu á Þingeyri.
Um 40 krakkar á aldrinum 6-13 ára tóku þátt í mótinu og voru liðin 9 talsins. Krakkablak er spilað í mismunandi útfærslum eftir getu og aldri krakkanna og var spilað 1. 2. og 3. stig á þessu móti. Áberandi var hversu hratt krökkunum hefur farið fram í vetur, og mátti sjá mörg skemmtileg tilþrif á mótinu. Æfingar í krakkablaki hjá Skelli hófust í haust í þremur byggðarkjörnum; Þingeyri, Suðureyri og Ísafirði.
Í tilefni öldungamótsins sem fram fer á Ísafirði og nágrenni helgina 1.-3.maí var ákveðið að gefa öllum krökkum sem hafa æft með félaginu í vetur krakkablakbolta til að taka með sér heim, og voru þeir afhentir börnunum í lok mótsins á Þingeyri.
Krakkablakmót verður haldið á Þingeyri sunnudaginn 13. apríl milli 10:30 og 14. Öllum krökkunum í blakinu á Ísafirði, Suðureyri og Þingeyri býðst að taka þátt.
Frekari upplýsingar eru á síðu krakkablaksins.
Aðrir í stjórn eru:
Harpa Grímsdóttir varaformaður,
Þorgerður Karlsdóttir gjaldkeri,
Sólveig Pálsdóttir ritari
Ásdís B. Pálsdóttir meðstjórnandi.
Framundan er svo stærsta verkefni félagsins hingað til en það er undirbúningur og framkvæmd Íslandsmóts öldunga í blaki sem haldið verður 1.-3. maí í Ísafjarðarbæ og Bolungarvík.
Nánar
Blakfélagið Skellur tekur þátt í 3.deild kvenna á Íslandsmótinu í blaki og fer úrslitakeppnin fram í Ólafsvík um næstu helgi. Skellur keppa um sæti 7-12, en alls hófu 15 lið þátttöku í deildinni síðasta haust.
Skoða má leikjaplanið hér
Nánar
Til stendur að bjóða upp á sýningargrein á mótinu í vor í flokki 60 ára og eldri
Keppt verður á badmintonvelli, fjórir leikmenn verði inn á í einu og tveir skiptimenn, heimilt er að hafa lið blönduð körlum og konum.
Við viljum nú kanna hversu margir hafa áhuga á að taka þátt í þessari grein
Biðjum við því alla áhugasama um að láta okkur vita með því að senda okkur tölvupóst á netfangið oldungur@blak.is
Flugfélagið býður upp á ÍSÍ fargjöld á öllum flugleiðum.
Í athugun er að bjóða upp á beint flug til Ísafjarðar frá Egilsstöðum og Akureyri.
Því eru hópar frá Austurlandi og Norðurlandi sem hyggjast fljúga vestur beðnir um að bóka flug sem fyrst. Þegar tölur fara að skýrast á fjölda farþega frá þessum stöðum verður hagkvæmni og hagræðing flugleiða skoðuð nánar.
Fyrir nánari upplýsingar um flug og bílaleigubíla smellið hér.