Mjög góð þátttaka var í Kvennahlaupi ÍSÍ sem haldið var á Ísafirði í dag. Í ár tóku 355 konur þátt í blíðskaparveðri og er þetta mikil aukning frá síðasta ári, þegar þátttakendur voru um 270 talsins. Elsti keppandinn sem skráði sig til leiks í ár er 104 ára gömul, Torfhildur Torfadóttir. Að vanda var skipulagning hlaupsins í höndum Blakfélagsins Skells, en þetta var í 19. sinn sem Kvennahlaupið fer fram á Ísafirði. Hægt er að skoða myndir frá hlaupinu á myndasíðu félagsins, en myndirnar voru teknar af félagsmanni og Sigurjóni J. Sigurðssyni hjá H-Prent og kunnum við honum bestu þakkir fyrir afnotin af myndunum.
Nánar
Það voru stórhuga fulltrúar frá Ísafirði sem mættu á Öldungamótið í Garðabæ vorið 2007. Ekki var nóg með að það lið kæmi og sigraði sína deild, heldur var einnig lögð fram Nánar
Fimmtudaginn 22. maí verður krakkablakinu slúttað. Fjörið verður á milli kl. 16 og 18 á strandblakvöllunum á Þingeyri ef veður leyfir. Spilað verður krakkastrandblak og grillaðar pylsur. Krakkarnir eru beðnir um að koma með kr. 500 og vera í krakkablakbolunum sem þeir fengu í vor -en allir þurfa líka að vera klæddir eftir veðri.
Brottför frá Ísafirði verður kl. 15:10 frá íþróttahúsinu við Austurveg. Þeir foreldrar sem hafa áhuga á að koma með á bíl vinsamlega látið þjálfara vita
Nánar
Margir þeirra sem voru að vinna í kringum öldungamótið í blaki eða kíktu á mótið hafa lýst yfir miklum áhuga á að prófa að mæta á blakæfingar. Nú gefst tækifæri til þess að standa við stóru orðin því Blakfélagið Skellur mun hafa nokkra kynningartíma í blaki í maí.
Fyrsti tíminn verður í íþróttahúsinu Torfnesi kl. 19:40 í kvöld. Allir eru hjartanlega velkomnir, hvort sem þeir hafa prófað blak áður eða ekki. Farið verður yfir grunntækni í blaki, en mestur tími mun fara í létt spil og skemmtilegheit.
Nánar
Jæja, þá er stóra helgin að renna upp hjá blakfélaginu Skelli. Við eigum von á 800 keppendum á öldungamótið og eru þeir þegar byrjaðir að týnast í bæinn, en flestir koma á miðvikudag. Spilað verður frá 8 að morgni og framundir miðnætti dagana 1. og 2. maí. Þann 3. maí verður spilað fram til klukkan 14 en þá verður lokaleikur mótsins, sem er æfingaleikur hjá íslenska kvennalandsliðinu á móti Tromsö. Við viljum hvetja foreldra blakkrakka til að kíkja með þeim á mótið, en það verður frábært fyrir þau að sjá blakleiki fullorðinna. Það yrði gaman fyrir þau og okkur ef þau hvetja sitt lið, en Skellur er með þrjú lið á mótinu. Tímasetningu leikjanna má sjá á heimasíðunni www.blak.is. Einnig hefðu þau gaman að því að sjá leiki í 1.deildum karla og kvenna, en þar er spilað mjög gott blak og svo mæta að sjálfsögðu allir á "landsleikinn".
Krakkarnir fengu boli á æfingum í þessari viku. Þeir eru
Nánar
Sunnudaginn 13. apríl var haldið krakkablakmót á vegum blakfélagsins Skells í íþróttahúsinu á Þingeyri.
Um 40 krakkar á aldrinum 6-13 ára tóku þátt í mótinu og voru liðin 9 talsins. Krakkablak er spilað í mismunandi útfærslum eftir getu og aldri krakkanna og var spilað 1. 2. og 3. stig á þessu móti. Áberandi var hversu hratt krökkunum hefur farið fram í vetur, og mátti sjá mörg skemmtileg tilþrif á mótinu. Æfingar í krakkablaki hjá Skelli hófust í haust í þremur byggðarkjörnum; Þingeyri, Suðureyri og Ísafirði.
Í tilefni öldungamótsins sem fram fer á Ísafirði og nágrenni helgina 1.-3.maí var ákveðið að gefa öllum krökkum sem hafa æft með félaginu í vetur krakkablakbolta til að taka með sér heim, og voru þeir afhentir börnunum í lok mótsins á Þingeyri.
Krakkablakmót verður haldið á Þingeyri sunnudaginn 13. apríl milli 10:30 og 14. Öllum krökkunum í blakinu á Ísafirði, Suðureyri og Þingeyri býðst að taka þátt.
Frekari upplýsingar eru á síðu krakkablaksins.
Aðrir í stjórn eru:
Harpa Grímsdóttir varaformaður,
Þorgerður Karlsdóttir gjaldkeri,
Sólveig Pálsdóttir ritari
Ásdís B. Pálsdóttir meðstjórnandi.
Framundan er svo stærsta verkefni félagsins hingað til en það er undirbúningur og framkvæmd Íslandsmóts öldunga í blaki sem haldið verður 1.-3. maí í Ísafjarðarbæ og Bolungarvík.
Nánar
Blakfélagið Skellur tekur þátt í 3.deild kvenna á Íslandsmótinu í blaki og fer úrslitakeppnin fram í Ólafsvík um næstu helgi. Skellur keppa um sæti 7-12, en alls hófu 15 lið þátttöku í deildinni síðasta haust.
Skoða má leikjaplanið hér
Nánar
Til stendur að bjóða upp á sýningargrein á mótinu í vor í flokki 60 ára og eldri
Keppt verður á badmintonvelli, fjórir leikmenn verði inn á í einu og tveir skiptimenn, heimilt er að hafa lið blönduð körlum og konum.
Við viljum nú kanna hversu margir hafa áhuga á að taka þátt í þessari grein
Biðjum við því alla áhugasama um að láta okkur vita með því að senda okkur tölvupóst á netfangið oldungur@blak.is