Fréttir - Blak

Nýr formaður

Blak | 07.03.2008 Þann 5. mars var aðalfundur félagsins haldinn.
Ný stjórn var kosin á fundinum.
Margrét Eyjólfsdóttir gaf ekki kost á
sér til áframhaldandi formennnsku en í
hennar stað var kosinn Sigurður Hreinsson.

Aðrir í stjórn eru:
Harpa Grímsdóttir varaformaður,
Þorgerður Karlsdóttir gjaldkeri,
Sólveig Pálsdóttir ritari
Ásdís B. Pálsdóttir meðstjórnandi.
Framundan er svo stærsta verkefni félagsins hingað til en það er undirbúningur og framkvæmd Íslandsmóts öldunga í blaki sem haldið verður 1.-3. maí í Ísafjarðarbæ og Bolungarvík.


 

Nánar

3.deild, úrslitakeppnin

Blak | 06.03.2008

Blakfélagið Skellur tekur þátt í 3.deild kvenna á Íslandsmótinu í blaki og fer úrslitakeppnin fram í Ólafsvík um næstu helgi. Skellur keppa um sæti 7-12, en alls hófu 15 lið þátttöku í deildinni síðasta haust.
Skoða má leikjaplanið hér

 

Nánar

Sýningargrein í flokki 60 ára og eldri

Blak | 28.01.2007

Til stendur að bjóða upp á sýningargrein á mótinu í vor í flokki 60 ára og eldri
Keppt verður á badmintonvelli, fjórir leikmenn verði inn á í einu og tveir skiptimenn, heimilt er að hafa lið blönduð körlum og konum.
Við viljum nú kanna hversu margir hafa áhuga á að taka þátt í þessari grein
Biðjum við því alla áhugasama um að láta okkur vita með því að senda okkur tölvupóst á netfangið oldungur@blak.is 


Nánar

Tilboð á flugi og bílaleigubílum

Blak | 20.01.2007

Flugfélagið býður upp á ÍSÍ fargjöld á öllum flugleiðum.

Í athugun er að bjóða upp á beint flug til Ísafjarðar frá Egilsstöðum og Akureyri.
Því eru hópar frá Austurlandi og Norðurlandi sem hyggjast fljúga vestur beðnir um að bóka flug sem fyrst. Þegar tölur fara að skýrast á fjölda farþega frá þessum stöðum verður hagkvæmni og hagræðing flugleiða skoðuð nánar.
Fyrir nánari upplýsingar um flug og bílaleigubíla smellið hér.

Nánar

Mótsmerkið tilbúið

Blak | 12.01.2007

Hönnuður þess er Hildur Runólfsdóttir,  hún er nýútskrifuð sem iðnhönnuðar tæknifræðingur og er búsett í  Danmörku.

Nánar

Kæru blaköldungar

Blak | 10.01.2007

                              

Velkomin á  33.Öldungamót BLÍ á Ísafirði og nágrenni 1.- 3.maí 2008.

Spilað verður á 6 völlum, þ.e. þremur á Ísafirði og einum velli á hverjum stað í Bolungarvík, Flateyri og á Suðureyri.

Undirbúningur er kominn á fullt skrið og hafa allar nefndir hafið störf.

 Mótið er opið öllum sem uppfylla 2. grein í fyrsta kafla reglugerðar um Öldungamót BLÍ:

Þátttaka í Öldungamóti BLÍ er heimil öllum félögum og hópum, sem uppfylla eftirfarandi skilyrði:

  1. Vera á keppnisárinu 30 ára eða eldri í öldungadeildum, 40 ára eða eldri í öðlingadeildum og 50 ára og eldri í ljúflingadeildum. Heimilt er að færa aldurstakmark í ljúflingadeildum niður í 45 ár fyrir 2 leikmenn í liði.
  2. Hver leikmaður leiki aðeins í einni deild.
  3. Félagaskipti þarf ekki að tilkynna

 

Skráning á mótið verður á blak.is og er öldungurinn með netfangið oldungur@blak.is

Hlökkum til að taka á móti ykkur í fyrsta sinn á Vestfjörðum.

 

 Fyrir hönd blaköldunga á Ísafirði og nágrenni

Ásdís Birna Pálsdóttir öldungur

 

 

 

Nánar