Fréttir

Allt hnífjafnt á toppnum

Getraunir | 13.01.2022

Vorleikur 2022 for af stað með takmörkuðum látum.  Nú eru búið að henda í fimm stórlið og enduðu þau öll með 9 rétta, enginn vestfirskur tippari náði vinning, ekki gott en bikarinn er nú alltaf snúinn.  Amk. spenna á toppnum.

Annars má sjá stöðuna í leiknum og árangur keppenda   hér 

Stóri potturinn náði 10 réttum sem skiluðu  heilum kr. 4.300 í vinning, gengur betur næst, styttist í þann stóra.  Ofurpottur um næstu helgi og munum við nýta eitthvað af fríröðum okkar, undirbúningur hafinn hjá okkar helstu sérfræðingum.

Næsti seðill snúinn venju samkvæmt, fimm leikir úr efstu deild og áttaó úr þeirri næstu , seðilinn má finna hér. 

Nefndin verður á sínum stað í Skúrnum á laugardaginn frá 12 - 13.30 að taka við röðum.  

Minnum keppendur að skila röðum inn tímanlega til að auðvelda vinnuna.  Enn er opið fyrir ný framlög í stóra pottinn, dragið endilega fleiri inn, ágætis vinningslíkur auk þess sem stór hluti af andvirði seldra raða rennur beint til Vestra

Enski boltinn verður í beinni hjá Dóra, sjá hér á síðu Símans hvað verður í boði.

Deila