Fréttir

Allt jafnt á toppnum

Getraunir | 09.11.2021

Vestfirskir tipparar stóðu sig ekki vel um liðna helgi.  Einn tippari náði 9 réttum og það var Sammi sem greinilega hefur vit á fótbolta.  Sammi spilar fyrir Team Skúrinn sem þýðir að Skúrinn jafnar við HG og Hampiðjuna á toppnum.  Öll stórliðin með 72 stig á toppnum en Hampiðjan er í forystu með einu tólfu tímabilsins.  Ekkert fékkst fyrir 9 rétta þannig að enginn í getraunaleiknum náði vinningi þessa vikuna.

Annars má sjá stöðuna í leiknum og árangur keppenda má hér 

Stóri pottur náði hins vegar10 réttum sem skiluðu kr. 8.880 í vinning, vorum með 2 leiki ranga og kerfið hélt ekki, missti einn leik, gengur betur næst.

Næsti seðill er mjög snúinn, landsleikjaseðill,  seðilinn má finna hér. 

Nefndin verður á sínum stað í Skúrnum á laugardaginn frá 12 - 13.30 að taka við röðum.  Ath!  Nú er kominn vetrartími í Englandi og því færist allt aftur um eina klst.

Minnum keppendur að skila röðum inn tímanlega til að auðvelda vinnuna.  Enn er opið fyrir ný framlög í stóra pottinn, dragið endilega fleiri inn, ágætis vinningslíkur auk þess sem stór hluti af andvirði seldra raða rennur beint til Vestra

 

Deila