Getraunaleikur Vestra fer af sta ð á laugardaginn kemur. Leikur verið í gangi síðan 2018 þannig að við erum að hefja okkar 7. starfsár
Verðum með einn leik að þessu sinni, sameinum haust og vorleikinn í einn stóran 29 vikna leik. 27 bestu vikurnar telja, má henda út tveimur vikum. Spilum fram í miðjan maí.
Stóri potturinn verður á sínum stað.
Team Getspakir sigraðu í tippleik 2025, þeirra þriðji sigur, tóku þetta í síðustu umferðinni.
Stöðuna hverju sinni má síðan finna hér.
Tippnefndin reiknar með sömu liðum og verið hafa, reiknum einnig með sömu áksrifendum í stóra potti og verið hafa. Menn beðnir að senda póst á getraunir@vestri.is vilji þeir breyta.
Ný lið eru að sjálfsögðu velkomin sem og fleiri og stærri framlög í stóra pott. Allt er þetta jú gert í þágu Íþróttafélagsins Vestra, félagsins okkar.
Nefndin verður á sínum stað í Skúrnum alla laugardaga að taka við röðum.
Deila