Fréttir

Getraunastarfið í gang

Getraunir | 19.09.2019

Getraunaleikur Vestra hefst laugardaginn 21. sept.

Leikurinn stendur yfir í 15 vikur og gilda 12 bestu vikurnar til úrslita.

Hægt er að senda póst á getraunir@vestri.is - eða mæta í Skúrinn við Húsið milli klukkan 11 og 13 á laugardaginn n.k.

Við munum halda áfram að starfsrækja risapottinn okkar, þar sem sérfræðingar okkar sjá um að velja seðil vikunnar. 27% af því sem lagt er í pottinn rennur beint til Vestra, vinningurinn rennur óskiptur til þeirra sem kaupa hlut í pottinum.

Endilega kíkið við í Skúrnum og fáið nánari upplýsingar ef þið hafið áhuga.

Vegleg verðlaun eru í boði fyrir innbyrðis keppnina og svo er alltaf að styttast í næsta risavinning í stóra pottinum.

Aðeins miðar sem eru sendir inn í gegnum sölukerfi Vestra, teljast með í keppninni.

Hvetjum þátttakendur að draga fleiri með í leikinn, skemmtilegt félagsstarf sem skilar tekjum fyrir félagið.  Nýir þátttakendur boðnir hjartanlega velkomnir.

Hvetjum tippara til að skila seðlum inn snemma til að auðvelda nefndinni vinnuna.

 

Seðill vikunnar er snúinn nokkrir sænskir leikir en seðill vikunnar er hér:

https://games.lotto.is/game/toto?type=0

 

Kv
Getraunanefndin