Fréttir

Glæsilegur árangur í stóra potti - Vinningur kr. 370.000

Getraunir | 20.01.2022

Sérfræðingar okkar gerðu heldur betur gott mót um liðna helgi.  Náðu 12 réttum sem skiluðu heilum kr. 370.000 í heildarvinning.  Seðill kostaðii kr. 72.000 þannig að hluthafa rúmlega fimmfölduðu framlag sitt.  Vel gert.  Loks kom einn sæmilega stór vinningur í hús, langt síðan síðast.

Öll liðin nema Team Skúrinn náðu 10 réttum.  10 éttir skiluðu smá vinningi og fengu Hampiðjumenn  kr. 9.600 þar sem þeir voru með flestar tíur, aðrir minna.  

Annars má sjá stöðuna í leiknum og árangur liða hér 

Næsti seðill snúinn venju samkvæmt, fjórir leikir úr efstu deild og níu úr þeirri næstu , seðilinn má finna hér. 

Nefndin verður á sínum stað í Skúrnum á laugardaginn frá 12 - 13.30 að taka við röðum.  

Minnum keppendur að skila röðum inn tímanlega til að auðvelda vinnuna.  Enn er opið fyrir ný framlög í stóra pottinn, dragið endilega fleiri inn, ágætis vinningslíkur auk þess sem stór hluti af andvirði seldra raða rennur beint til Vestra

Enski boltinn verður í beinni hjá Dóra, sjá hér á síðu Símans hvað verður í boði.

Deila