Fréttir

Hampiðjan í þriðja sætið, Villi að gefa eftir

Getraunir | 21.04.2021

Hampiðjumenn að klóra í bakkann núna síðustu umferðirnar.  Ná 12 réttum á meðan Villi Matt nær ekki nema 10.  Þetta þýðir að þeir skjótast í þriðja sætið , skjótast einu stigi upp fyrir Villa.  Skúrverjar bæta enn við forystuna á toppnum, ná einnig 12 réttum á meðan HG nær ekki nema 11 réttum.  Ekkert getur komið í veg fyrir sigur Skúrverja úr því sem komið er nú þegar 2 vikur eru eftir af vorleiknum.

Árangur Vestfirskra tippara var ágætur.  Fjórar tólfur sáust og fékk Þorsteinn Þráins tvær tófur og helling af 11 réttum fyrir hönd Hampiðjunnar sem skilaði þeim kr. 10.000 í vinning.

Annars má sjá árangur keppenda og stöðuna í leiknum hér   Vorleikur er 17 vikna leikur, 14 bestu telja.

Stóri pottur náði einnig 12 réttum sem skilaði kr. 8.500 í vinning.  Vorum með 13 rétta en kerfið hélt ekki. Styttist í stóra vinninginn.

Næsti seðill er snúinn venju samkvæmt.  Tveir leikir úr efstu deild, 9 úr þeirri næstu og 2 úr C deildinni.  Næsta seðil má finna hér.

Nú er komin sumartími í Evrópu og verðum við því klukkutímanum fyrr á ferðinni,  verðum í Skúrnum á laugardaginn frá 11 - 12.30 að taka við röðum. 

Minnum keppendur að skila röðum inn tímanlega til að auðvelda vinnuna.  Enn er opið fyrir ný framlög í stóra pottinn, dragið endilega fleiri inn, ágætis vinningslíkur auk þess sem stór hluti af andvirði seldra raða rennur beint til Vestra.

Enski boltinn verður í beinni hjá Dóra, sjá hér á síðu Símans hvað verður í boði

Deila