Fréttir

Hampiðjumenn að gera góða hluti - Staðan eftir 5 vikur

Getraunir | 03.02.2020

HG gefa loks eftir, skila slæmri helgi.  Hampiðjan nær 11 réttum, Skúrinn 10 og HG ekki nema 9.  Munurinn á toppnum er því að minnka.  HG menn eiga þó enn 4 stig á Skúrinn og 6 á Hampiðjuna.

Annars má sjá árangur keppenda og stöðuna í leiknum hér 

Stóri pottur náði  heilum 12 réttum sem skilaði um 158.000 kr. í vinning.  Loksins  vinningur.  Hluthafar rúmlega tvöfölduðu framlög sín í pottinn.  Vel gert Gummi Gísla, hugsa að við leitum ráða hjá honum aftur.

Næsti seðill óvenju snúinn, einn leikur úr efstu deild, níu úr þeirri næstu og þrír úr C deildinni, næsta seðil má finna hér.

Nefndin verður á sínum stað í skúrnum á laugardaginn frá 12 - 14 að taka við röðum.  Minnum keppendur að skila röðum inn tímanlega til að auðvelda vinnuna.  Enn er opið fyrir ný framlög í stóra pottinn, dragið endilega fleiri inn, ágætis vinningslíkur auk þess sem stór hluti af andvirði seldra raða rennur beint til Vestra.

Þessir leikir verða með annara í beinni útsendingu í Skúrnum:

12.30   Everton  -  Crystal Palace

17.30   Brighton  -  Watford

Deila