Fréttir

Hampiðjumenn komnir með tveggja stiga forystu

Getraunir | 24.11.2021

Liðin helgi var óvenju slæm hjá vestfirskum tippurum.  Einn var með 10 rétta og þeir næstu með 8 rétta.  Hampiðjan náði 10 réttum sem skiluðu þeim kr. 6.800 í vinning.  HG og Skúrinn náðu ekki nema 8 réttum

Þetta þýðir að Hampiðjumenn eru komnir með tveggja stiga forystu á toppnum á HG.  Skúrverjar koma svo einu stigi þar á eftir.

Villi Matt stendur sig enn best í einstaklingskeppninni, heldur þriggja stiga forystu á næsta mann og ekki nema þremur stigum  á eftir Skúrnum nú þegar búið er að henda út einni röð

Annars má sjá stöðuna í leiknum og árangur keppenda    hér 

Stóri pottur náði ekki nema 8  réttum sem skilaði akkúrat engu.  Hampiðjumenn munu stýra næsta potti, greinilega mun getspakari en hinir meintu sérfræðingar.  Reyndar var síðasti seðill afurð lýðræðis, menn komust að sameiginlegri niðurstöðu sem skilaði þessari líka slæmu niðurstöðu.

Næsti seðill snúinn venju samkvæmt, fjórir leikir úr efstu deild, átta úr þeirri næstu og einn úr C deildinni, seðilinn má finna hér. 

Nefndin verður á sínum stað í Skúrnum á laugardaginn frá 12 - 13.30 að taka við röðum.  

Minnum keppendur að skila röðum inn tímanlega til að auðvelda vinnuna.  Enn er opið fyrir ný framlög í stóra pottinn, dragið endilega fleiri inn, ágætis vinningslíkur auk þess sem stór hluti af andvirði seldra raða rennur beint til Vestra

Enski boltinn verður í beinni hjá Dóra, sjá hér á síðu Símans hvað verður í boði.

Deila