Fréttir

Hampiðjumenn vinna haustleikinn með yfirburðum

Getraunir | 05.01.2022

Hampiðjumenn sigldu þessu heim af öryggi.  Fengu 12 rétta í lokaumferðinni og bættu í forystuna.  Unnu að lokum með 6 stiga mun, fáheyrðir yfirburðir.  12 réttir skiluðu þeim kr. 179.000 í vinning.

Í 2. sæti endar Team Skúrinn, sex stigum á eftir og Team HG í þriðja sæti tveimur stigum þar á eftir. 

Sigrún Sigvalda náði einnig 12 réttum, náði sér í kr. 171.000

Annars má sjá lokastöðuna í haustleik 2021 hér 

Stóri potturinn náði 11 réttum sem skilaði hluthöfum kr. 16.500 í vinning, styttist í þann stóra

Næsti seðill er óvenju snúinn, bikarhelgi, allt getur gerst, seðilinn má finna hér. 

Vorleikur 2022 hefst strax á laugardaginn kemur.  Keppendur að rotta sig saman við að stofna fleiri stórlið, Hampiðjumenn mega búast við harðari keppni en verið hefur.  Team Sjálfval hafa tekið sig saman og svo kemur nýtt lið inn Team Getspakir, ekki minnimáttarkenndin að hrjá það lið.

Enski boltinn verður í beinni hjá Dóra, sjá hér á síðu Símans hvað verður í boði.

Nefndin verður á sínum stað í Skúrnum á sunnudag frá 12 - 13.30 að taka við röðum.  

Minnum keppendur að skila röðum inn tímanlega til að auðvelda vinnuna.  Enn er opið fyrir ný framlög í stóra pottinn, dragið endilega fleiri inn, ágætis vinningslíkur auk þess sem stór hluti af andvirði seldra raða rennur beint til Vestra

Deila