Fréttir

Haustleikur 2021 í gang

Getraunir | 22.09.2021

Þá er loksins komið að því.  Getraunastarf Vestra hefst formlega með haustleik 2021.  Leikum 14 vikur, 12 bestu vikurnar telja.

Húsið vann Vorleikinn með glæsibrag, lokastöðuna má finna hér  Nú þurfa tipparar að veita Skúrverjum samkeppni, skilst að Hampiðjumenn séu búnir að skipta inn öflugum liðsmönnum auk þess sem önnur lið hafa sinnt undirbúningi vel.  Allar líkur á spennandi sísoni.

Stóri potturinn verður á sínum stað, hendum í stóran stóran pott, nýtum eitthvað af fríröðum okkar, allir velkomnir í stóra pottinn.

Fyrsta seðill má finna hér.  Boðið er upp á 5 leiki úr efstu deild og 8 úr þeirri næstu.

Nefndin verður á sínum stað í Skúrnum á laugardaginn frá 11 - 12.30 að taka við röðum. 

Minnum keppendur að skila röðum inn tímanlega til að auðvelda vinnuna.  Enn er opið fyrir ný framlög í stóra pottinn, dragið endilega fleiri inn, ágætis vinningslíkur auk þess sem stór hluti af andvirði seldra raða rennur beint til Vestra.

Enski boltinn verður í beinni hjá Dóra, sjá hér á síðu Símans hvað verður í boði

Deila