Fréttir

Lokastaðan í haustleiknum 2019, vorleikur hefst á laugardag.

Getraunir | 01.01.2020

Sigurvegari haustleiks með glæsibrag er Team Skúrinn.  Skúrinn endaði með 134 stig, fjórum stigum á undan Hampiðjunni og HG en HG náði 2. sætinu í leiknum þar sem þeir náði 12 réttum þrisvar sinnum en Hampiðjan einungis tvisvar.

Í síðustu umferðinni náðu þrír aðilar 11 réttum, Frank, Shiran og Svavar, vel gert hjá þeim.  

Annars má sjá árangur keppenda og lokastöðuna í leiknum hér.  

Stóri pottur náði hins vegar ekki nema 10 réttum, gengið frekar illa þar hjá okkur undanfarið.   Erum að undirbúa okkur fyrir stóra vinninginn.

Vorleikur 2020 hefst strax á laugardaginn kemur, 4. janúar. Tökum 18 vikna leik, 15 bestu telja.

Næsti seðill óvenju erfiður.  Bikarseðill, þar getur allt gerst  Næsta seðil má finna hér.

Nefndin verður á sínum stað í skúrnum á laugardaginn frá 12 - 14 að taka við röðum.  Minnum keppendur að skila röðum inn tímanlega til að auðvelda vinnuna.  Enn er opið fyrir ný framlög í stóra pottinn, dragið endilega fleiri inn, ágætis vinningslíkur auk þess sem stór hluti af andvirði seldra raða rennur beint til Vestra.

Tipparar hvattir til að taka þátt í vorleiknum, því fleiri því betra.

 Þessir leikir verða með annara í beinni útsendingu í Skúrnum:

12.30   Rochdale - Newcastle

12.30   Burnley  -  Peterborough

15.00   Fulham  - Aston Villa

15.00   Southampton  -  Huddersfield

17.30  Wolves  -  Mancester United

 

Deila