Fréttir

Lokaumferð haustleiks verður á Nýarsdag - Úrslitin ráðin

Getraunir | 30.12.2021

Lítil spenna er í Haustleiknum núna þegar ein vika er eftir.  Hampiðjan heldur öruggri forystu á toppnum þó svo þeir hafi gleymt að senda inn um síðustu helgi.  Sævar bankastjóri náði 6 réttum fyrir þeirra hönd með litlum aukaseðli.

Forysta þeirra er þrjú stig fyrir lokaumferðina og ekkert sem getur komið í veg fyrir sigur þeirra.  Skúrinn í öðru sæti og svo kemur Team HG tveimur stigum þar á eftir.

Fjórar ellefur sáust um síðustu helgi sem skiluðu viðkomandi kr. 500 í vinning, aðrir stóðu sig verr.

Villi Matt stendur sig enn best í einstaklingskeppninni, kominn með fimm stiga forystu á næsta mann sem er  Sigrún Sigvalda .

Annars má sjá stöðuna í leiknum og árangur keppenda   hér 

Stóri potturinn náði einnig 11 réttum, þremur þannig röðum sem skiluðu  kr. 1.500 í vinning, ekki nógu gott, gengur betur næst.    Hampiuðjumenn munu einmitt  stilla upp næsta stóra potti, von á vinningi segja kunnugir.

Næsti seðill snúinn venju samkvæmt, átta leikir úr efstu deild, tveir úr þeirri næstu og þrír úr spænsku deildinni, seðilinn má finna hér. 

Lokaumferð haustleiks verður eins og áður segir á laugardag, Nýársdag.  Skúrinn er lokaður og mun nefndin því vinna þetta í fjarvinnu, raðir sendist á Guðna, Krissa eða bara beint á getraunir@vestri.is

Svo heyrast fréttir af því að liðin séu farin að undirbúa vorleikinn, verið að safna í lið, brýna hnífa og skerpa spjót til að leggja Hampiðjumenn, gengur ekki að láta þá rúlla þessu svona upp.  Við hefjum vorleik strax fyrstu helgina í janúar.

Enski boltinn verður í beinni hjá Dóra, sjá hér á síðu Símans hvað verður í boði.

Deila