Fréttir

Öllu frestað um síðustu helgi - Næsta umferð annan í jólum

Getraunir | 23.12.2021

Covid sá til þess að engar getraunir voru um síðustu helgi.  Reglur Getspár eru með þeim hætti að ef 7 leikjum eða fleiri er frestað þá fellur seðillinn niður.

Staðan er því óbreytt á toppnum en næsta umferð verður á sunnudag, 2. í jólum.

Við eigum 2 umferðir eftir af haustleiknum þannig að við notum 2 næstu helgar til að klára haustleikinn.  Svo vindum við okkur í vorleik 2022.  Planið að spila 15 vikur, 12 bestu telja.

Stöðuna í leiknum má sjá hér , Hampiðjan á toppnum, lítið sem getur breytt því úr þessu.

 

Næsti seðill snúinn venju samkvæmt, sjö leikir úr efstu deild og sex úr þeirri næastu.  Skulum vona að ekki þurfi að ógild þessa helgi líka, nú þegar er búið að fresta tveimur leikjum, seðilinn má finna hér. 

Nefndin verður á sínum stað í Skúrnum á sunnudag frá 12 - 13.30 að taka við röðum.  

Minnum keppendur að skila röðum inn tímanlega til að auðvelda vinnuna.  Enn er opið fyrir ný framlög í stóra pottinn, dragið endilega fleiri inn, ágætis vinningslíkur auk þess sem stór hluti af andvirði seldra raða rennur beint til Vestra

Enski boltinn verður í beinni hjá Dóra, sjá hér á síðu Símans hvað verður í boði.

Deila