Fréttir

Skúrinn enn á toppnum

Getraunir | 21.01.2021

Ágætis arangur náðist hjá Vestfirskum tippurum um liðna helgi, ein tólfa sást og nokkrar ellefur.  Almar var einn með 12 rétta en hann spilar fyrir Skúrinn og hlaut hann kr.15.300 í vinning, var með Bournemouth leikinn rangan eins og svo margir.

Þetta þýðir að Skúrinn eykur forystu sína á toppnum í 2 stig en HG voru með 11 rétta en Hampiðjan með 10.  Reyndar er Ingólfur Þórleifsson í 3. sæti með 30 stig, greinilega kunnáttumaður um enska boltann þar á ferð.  

Annars má sjá árangur keppenda og stöðuna í leiknum hér  Vorleikur er 17 vikna leikur, 14 bestu telja.

Stóri pottur náði einungis 10 réttum sem verður nú að teljast frekar slakt.  Lognið fyrir storminn, styttist í þann stóra.

Næsti seðill er djöfullegur enda bikarhelgi, að vísu einn leikur úr efstu deild og annar úr þeirri næstu, 5 úr C deild og þá 6 úr bikar.  Næsta seðil má finna hér.

Nefndin verður á sínum stað í Skúrnum á laugardaginn frá 12 - 13.30 að taka við röðum. 

Minnum keppendur að skila röðum inn tímanlega til að auðvelda vinnuna.  Enn er opið fyrir ný framlög í stóra pottinn, dragið endilega fleiri inn, ágætis vinningslíkur auk þess sem stór hluti af andvirði seldra raða rennur beint til Vestra.

Þessir leikir verða í beinni hjá Dóra:

 

12:30  Southampton  -  Arsenal

15:00  West Ham  -  Doncaster

17:30  Cheltenham  -  Manchester City