Fréttir

Spennan vex - Hampiðjumenn jafna

Getraunir | 25.11.2020

Enn halda tipparar í leiknum áfram að gera vel

Tvær tólfur sáust um helgina og var Eygló með aðra sem skilaði henni kr. 35.000 í vinning, vel gert á miða sem kostaði kr. 1500.  Hampiðjumenn náðu einnig 12 réttum sem skilaði tæpum 30.000 í vinning en þeirra miði var öllu dýrari. 

Töluvert margir vinningar skiluðu sér í hús liðna helgi.  Tippnefnd reiknast til að kr. 220.000 hafi skilað sér til getspakra tippara sem er bæting frá síðustu viku sem þó var mjög góð.

Árangur Hampiðjumanna þýðir að þeir jafna Skúrverja á toppnum og spennan vex, HG fylgir svo stutt á eftir.

Annars má sjá árangur keppenda og stöðuna í leiknum hér 

Stóri pottur náði einnig 12  réttum sem skilaði kr. 153.000í vinning.  Miðinn kostaði kr. 72.000 þannig að hluthafar pottsins fengu rúm 100% ávöxtun á framlag sitt.  Önnur vikan í röð sem sérfræðingar okkar skila hluthöfum vinningi.

Reyndar vorum við með 13 rétta en kerfið hélt ekki, hársbreidd frá stórum vinningi, en 13 réttir skiluðu 2,4 milljónum þessa helgina.

Næsti seðill er snúinn venju samkvæmt,  3 leikir úr efstu deild, 9 úr B deildinni og einn úr C deildinni.  Næsta seðil má finna hér.

Nefndin verður á sínum stað í skúrnum á laugardaginn frá 12 - 13.30 að taka við röðum. 

Minnum keppendur að skila röðum inn tímanlega til að auðvelda vinnuna.  Enn er opið fyrir ný framlög í stóra pottinn, dragið endilega fleiri inn, ágætis vinningslíkur auk þess sem stór hluti af andvirði seldra raða rennur beint til Vestra.

Þessir leikir verða í beinni hjá Dóra:

 

12:30  Brighton  -  Liverpool

15:00  Manchester City  -  Burnley

17:30  Everton  -  Leeds

20:00   WBA  -  Sheffield United

Deila