Fréttir

Staðan eftir 13 umferðir og næsti seðill

Getraunir | 05.04.2019

Spennan í leiknum vex.  Hampiðjan náði ekki nema 10 réttum síðast og næstu menn að draga á.  Einn tippari var með 12 rétta í síðustu viku, Guðni Guðnason, einkar vel gert, náði  inn um 15.000 í vinningsfé.

Stóri seðilinn náði einni tólfu og nokkurm 11 réttum, vinningsfé kr. 8.630, betur má ef duga skal og styttist alltaf í stóra vinninginn, okkar helstu sérfræðingar að spá í næsta seðil.

 

Annars má finna stöðuna hér

Næsta seðill er hér

Snúinn seðill venju samkvæmt, einn úr bikar, 3 leikir úr úrvalsdeild og rest úr þeirri næstu.

 

Minni tippara á að skila miðum inn tímanlega til að auðvelda alla vinnu.

Verðum í skúrnum frá 11.00 - 13.00 á morgun.  Ath breyttan tíma, Tjallinn búinn að færa klukkuna

Í skúrnum verða stórleikir á dagskránni

13:55   Birmingham - Leeds

16:20   Machester City - Brighton

 

Áfram Vestri

Deila